Ísland í dag - „Við eigum meiri pening en við höldum“

„Þú átt meiri pening en þú heldur,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins ROK sem er nýbúin að gefa út bókina, Viltu finna milljón. Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. „Þetta snýst um að spara á litlu stöðunum, þeim sem við spáum eiginlega aldrei í en skipta máli þegar upp er staðið.“ Hrefna sagði frá bókinni í Íslandi í dag, fór yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara.

6168
10:22

Vinsælt í flokknum Ísland í dag