Gular viðvaranir í gildi
Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu, á Suður-, Suðausturlandi og Miðhálendi til klukkan sex í fyrramálið. Varað er við austan hvassviðri, snörpum vindhviðum og úrkomu. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra taka viðvaranir gildi klukkan þrjú í nótt vegna hvassviðris og vara út morgundaginn.