Skógarfura í Varmahlíð er tré ársins

Skógarfura sem stendur í Varmahlíð í Skagafirði er tré ársins að mati Skógræktarfélags Íslands. Tréð er 13,9 metra hátt og hlaut útnefninguna við hátíðlega athöfn í gær. Talið er að skógarfuran hafi verið gróðursett á sjötta áratug síðustu aldar en þá voru miklar vonir bundnar við tréð sem var gróðursett víða um land. Furulús grandaði síðar trjánum að miklu leyti en að sögn skógræktarfélagsins hefur breyting orðið þar á þar sem lúsin virðist ekki lengur drepa ungar skógarfurur. Tréð stendur í lundi í eigu Skógræktarfélags Skagfirðinga.

25
00:37

Vinsælt í flokknum Fréttir