Segir uppkosningu fræðilega mögulega í Norðvesturkjördæmi
Forsætisráðherra segir að fræðilegur möguleiki sé á að grípa þurfi til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi og því sé rétt að bíða með að kynna nýja ríkisstjórn þar til undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Hins vegar væri vinna hafin við að skrifa nýjan stjórnarsáttmála.