Útifundur gegn nasisma
Um tvöhundruð manns komu saman til útifundar á Lækjartorgi í dag en tilefni fundarins var heimsókn nýnasista í Norrænu mótstöðuhreyfingunni til Íslands nýverið. Að fundinum stóðu meðal annars Trans Ísland, Amnesty International, No Borders Iceland, Rauða regnhlífin og hjálparsamtökin Solaris.