Á fimmta hundrað handtekin á Bretlandseyjum
Á fimmta hundrað hafa verið handtekin í óeirðum sem geisað hafa á Bretlandseyjum undanfarna daga. Keir Starmer forsætisráðherra hefur boðað til neyðarfundar í kvöld og lögregla telur minnst þrjátíu mótmælafundi á dagskrá um landið allt á morgun.