Guðbjörg Jóna varð Norðurlandameistari í 100 metra hlaupi
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Norðurlandameistari 19 ára og yngri í 100 metra hlaupi í Hvidovre í Danmörku. Hún hljóp á 11,47 sekúndum en félagi hennar í ÍR Tiana Ósk Withworth varð önnur á 11,47 sekúndum.