Volaða land - sýnishorn
Sýnishorn úr myndinni Volaða land eftir Hlyn Pálmason. Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Aðalhlutverk leika Elliott Crosset Hove og Ingvar E. Sigurðsson.