Verðlagseftirlitið beint í vasann
ASÍ hefur frá því síðsumars safnað miklu magni gagna um vöruverð í öllum mögulegum matvöruverslunum. Úr þessu hefur verið þróað app svo neytendur geti borið saman vöruverð með því einu að skanna strikamerki með símanum. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir appið lið í baráttunni gegn verðbólgunni.