Blaðamannafundur vegna morðsins í Rauðagerði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðaði til blaðamannafundar vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Til umfjöllunar var rannsókn embættisins. Fulltrúar embættisins á fundinum voru þau Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs.