Smáhundar sinna fjölbreyttu meðferðarstarfi á geðdeild
Sjálfskipaður tveggja kílóa móttökustjóri og ferfættur félagi hans sinna fjölbreyttu meðferðarstarfi á Geðdeild Landspítalans. Verkefnin eru allt frá því að veita átröskunarsjúklingum stuðning eftir máltíðir yfir í einstaklingsmiðaðar meðferðir þar sem áhersla er lögð á knús.