Einkareknir grunnskólar meðal mögulegra lausna
Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði (LUM) samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara.