Ísland í dag - „Erfitt að senda langveikt barn frá sér“
„Án Rjóðsins hefðum við ekki getað sinnt hinu barninu okkar og þó svo erfitt sé að senda langveikt barn frá sér tímabundið, hefur þetta bjargað okkur,“ segir móðir barns sem er þakklát nýjum góðgerðarsamtökum sem hafa það markmið að styðja við málefni sem erfitt reynist að safna fyrir. Í þætti kvöldsins kynnumst við félaginu 1881 og Gefðu fimmu, verkefni sem athafnamaðurinn Hálfdán Steinþórsson og Svanhildur Vigfúsdóttir fjárfestir hrundu af stað en markmiðið er að forstjórar, fyrirtæki og aðrir skori á hvert annað að gera vel og hjálpa.