Alvarleg staða hjá Póstinum
Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Meirihluti fjárlaganefndar hætti í gær við breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Póstinum einn og hálfan milljarð króna. Þetta var gert meðal annars vegna efasemda um að Pósturinn gæti endurgreitt lánið.