Grafalvarleg staða blasir við ef verðbólga fer úr böndunum
Forsætisráðherra segir ekki hægt að tala um lítið svigrúm til launahækkana ef það á ekki að gilda fyrir stjórnendur líka. Forystumenn í atvinnulífinu verði að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Það er að sögn ráðherra mjög alvarlegt ef verðbólgan fer úr böndunum og Seðlabankinn á ærið verk fyrir höndum.