Ísland í dag - Þættir sem gætu komið og þættir sem koma aldrei aftur
"Það getur vel verið að einhverjir sem tóku þátt á sínum tíma vilji sem minnst vita af þessum þáttum, en við hin munum skemmta okkur geggjað vel við að horfa," segir Júlíana Sara Gunnarsdóttir sem stjórnar nýjum þáttum, Nostalgíu, sem hefjast á Stöð 2 næsta sunnudag en þar verða gamlir þættir rifjaðir upp. "Ég lofa góðri skemmtun enda breytist margt á tuttugu árum og tískan þá sérstaklega." Við tökum forskot á sæluna í Íslandi í dag.