Ísland í dag - "Allir geta dansað" bjargaði heilsu Sollu Eiríks!
Solla Eiríks var langt á undan flestum með hollustutrix og hugmyndir að hollum mat. En Solla hafði eins og svo margar konur unnið allt of mikið og of lengi og upplifði því algjört burnout eins og hún kallar það, fór alveg í þrot. En þátttakan í Allir geta dansað á Stöð 2 kom henni aftur í gott form. Vala Matt hitti Sollu í eldhúsinu hennar og í þætti kvöldsins gefa þær okkur uppskriftir að góðu og hollu jólasælgæti svo við losnum við slenið sem oft fylgir sykuráti á jólunum.