Litla Moskva - sýnishorn

Á tímum kalda stríðsins komust íslenskir sósíalistar sjaldan til áhrifa í stjórnmálum. Landinu var stjórnað af hægri- og miðjuflokkum sem hölluðu sér til vesturs; við vorum í NATÓ og með bandaríska herstöð í Keflavík. Það var aðeins einn staður á landinu sem að sósíalistar réðu; Neskaupstaður. Þeir komust til valda árið 1946 og stýrðu bænum í 52 ár. Litla Moskva fjallar um heilt bæjarfélag og hvernig það hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag. Í myndinni er fjallað um stöðu íslensks sjávarþorps á tímamótum þar sem einangrun og samstaða samfélags er tekin til skoðunar með hliðsjón af sérstökum pólítískum aðstæðum. Leikstjóri er Grímur Hákonarson.

166
01:23

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir