Fylki er spáð áttunda sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Miðað við gengið í fyrra þá er spáin um áttunda sætið raunhæf en miðað við gengið í vor hjá okkur þá er þetta kannski ekki alveg það sem maður myndi halda,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Fylki er spáð 8. sætinu af sérfræðingum Stöðvar 2 sport. „Ég tel að leikmannahópurinn sé mun breiðari en í fyrra,“ bætti Ólafur við en hann telur að FH, KR og Valur séu líklegust til afreka í sumar.

2569
06:04

Vinsælt í flokknum Fótbolti