Vargur - sýnishorn

Vargur er ný íslensk spennumynd, fyrsta kvikmynd Barkar Sigþórssonar í fullri lengd. Með aðalhlutverk fara þeir Gísli Örn Garðarsson og Baltasar Breki Samper, en þeir leika bræður sem báðir eru í bráðum fjárhagsvanda, af ólíkum ástæðum þó. Annar þarf að koma sér undan handrukkurum vegna fíkniefnaskuldar, en hinn hefur dregið sér fé á vinnustað til að fjármagna dýran lífsstíl. Saman ákveða þeir að grípa til ólöglegra aðgerða til að koma sér á réttan kjöl. . Handrit og leikstjórn: Börkur Sigþórsson. Framleiðendur: Baltasar Kormákur og Agnes Jóhansen. Með helstu hlutverk fara Gísli Örn Garðarsson, Baltasar Breki Samper, Anna Próchniak, Marijana Jankovic, Rúnar Freyr Gíslason og Ingvar E. Sigurðsson. Kvikmyndataka: Bergsteinn Björgúlfsson. Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir og Sigvaldi J. Kárason. Tónlist: Ben Frost. Myndin verður frumsýnd 4. maí.

7040
01:50

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir