Einar: Er greinilega svona slakur þjálfari
Það verður nóg að gera hjá Einari Jónssyni í vetur því hann mun áfram þjálfa kvennalið Fram og hefur svo bætt við sig karlaliði félagsins. Kvennaliðinu var spáð öðru sæti í spánni í dag en karlaliðinu fjórða til fimmta sæti.