Pepsimörkin: Gríðarleg spenna í fallbaráttunni - umfangsmikil útsending frá lokaumferðinnni
Lokaumferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla fer fram á morgun þar sem fjögur lið berjast um að falla ekki um deild ásamt Víkingum. Keflavík, Fram, Þór og Grindavík geta öll fallið en þeir síðastnefndu eru í verstu stöðunni. Leikur Keflavíkur og Þórs verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport á mörgun en viðamikil útsending verður frá lokaumferðinni og lokaþátturinn í Pepsismörkunum fer í loftið kl. 16.20 á laugardag og verður þátturinn um tveggja tíma langur þar sem keppnistímabilið verður gert upp.