Banaslys í Vík í Mýrdal
Karlmaður á fimmtugsaldri lést í vinnuslysi í Vík í Mýrdal í dag. Tilkynning barst lögreglu um slysið klukkan korter í tvö. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á staðinn en að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur.