Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann
Þriðji orkupakkinn var tekinn til umræðu á Alþingi í dag en Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja hann af ríkjum EES. Iðnaðarráðherra segir að með samþykkt pakkans sé ekki verið að binda hendur þjóðarinnar og ekki sé skylda á íslensku þjóðinni að leggja raforkusæstreng til meginlandsins.