Ísland í dag - Ekki kalla barnið okkar fóstur

Sigríður Jónsdóttir, 35 ára starfsmaður á leikskóla, og Magnús Kjartan Eyjólfsson, 38 ára smiður og tónlistarmaður hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 23 vikur á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. apríl, fjórum dögum seinna.

8997
12:15

Vinsælt í flokknum Ísland í dag