Fjöldi smita koma á óvart
Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu.