Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps
Forseti Íslands samþykkti þingrofstillögu forsætisráðherra og bað hann og ráðuneyti hans að sitja áfram í starfsstjórn fram að kosningum hinn 30, nóvember. Bjarni telur rétt að Alþingi afgreiði fá önnur mál en fjárlög fyrir kosningar.