NBA snýr aftur „heim“
NBA-deildin í körfubolta snýr aftur heim á Stöð 2 Sport um jólin. Sýndur verður fjöldi leikja í beinni útsendingu þann 25. desember, jóladag. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Dominos Körfuboltakvölds og körfuboltaunnandi með meiru tilkynnti þetta í Sportpakka Stöðvar 2.