Mætir harðri andstöðu
Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu, hún spilli túnum og æðarvarpi en einnig votlendi, fuglalífi og birkikjarri.