Ísland í dag - Hvernig er hægt að vera giftur í 40 ár og vera ennþá yfir sig ástfanginn?

Athafnamaðurinn Gísli Gíslason og flugfreyjan Jóhanna Björnsdóttir eru einstök hjón og voru að halda uppá 40 ára brúðkaupsafmælið sitt og ákváðu að gista á Grand Hotel og njóta svo þar veitinga verðlaunakokksins Úlfars Finnbjörnssonar á Grand Brasserie og upplifa “utanlandsferð” bara hér heima í Reykjavík. Vala Matt fór og hitti þessi skemmtilegu hjón og fékk að heyra hver galdurinn er við svona langt og hamingjusamt hjónaband. Svo hitti Vala einnig Guðnýju Hrafnkelsdóttur frá Ferðamálastofu en þau eru búin að gera snilldar heimasíðu ferdalag.is þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um ferðaþjónustuaðila um allt land bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni.

9964
11:45

Vinsælt í flokknum Ísland í dag