Fín stemning á flugbrautinni en ógeðslegt í flugstöðinni
Selfyssingurinn Katrín Þrastardóttir kom með Icelandair til landsins frá Glasgow. Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærkvöldi. Þeim var hleypt frá borði klukkan tíu mínútur yfir eitt í nótt, eða sex tímum eftir lendingu. Spurð hvernig aðstæður voru þegar þeim var hleypt inn í flugstöðina svaraði Katrín: „Það var bara ógeðslegt. Það var alveg brjálæðisleg súpa sem myndaðist af fólki þegar var tilkynnt að það væri búið að opna til sækja töskurnar,“ sagði Katrín.