Hækka ætti skatt á óhollustu en lækka á hollustu
Lagt er til að hækka verð á gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. Í staðinn á að lækka verð á grænmæti og ávöxtum. Að sama skapi verða verslanir hvattar til að hætta með tilboð á óhollustu, eins og að láta gos fylgja með skyndibitatilboðum, enda sykurneysla á Íslandi sú mesta á Norðurlöndum.