Atvinnulíf

Atvinnulíf

Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.

Fréttamynd

Að kúpla okkur frá vinnu um jólin

Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti

Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“

„Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur

„Við erum að blása lífi í allar þessar týndu sögur,“ segir Jón Orri Sigurðarson annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins Guyde sem nú vinnur að því að þróa leiðsöguapp sem svo sannarlega gæti komið Íslendingum og öðrum til góða á ferðalögum um landið.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að byggja upp vinnu­stað sem hræðist ekki breytingar

Það er svo margt að fara að breytast í atvinnulífinu næstu árin að ekki einu sinni innkoma internetsins á sínum tíma, kemst í hálfkvisti við þær breytingar sem framundan eru. Stafræn þróun, gervigreind, umhverfis- og loftlagsáhrif og svo framvegis.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stærðin skiptir ekki máli

„Við erum að horfa svolítið á óhefðbundnar leiðir, snjallar leiðir í auglýsinga- og markaðsmálum þar sem fyrirtæki nýta sér meðal annars gervigreindina sem nú þegar er að breyta öllum leiknum,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um ráðstefnu sem haldin verður á þeirra vegum á miðvikudag.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eigin­kona“

„Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum.

Atvinnulíf