

Færeyski framherjinn Patrik Johannesen verður áfram leikmaður Breiðabliks þrátt fyrir fréttir þess efnis að hann væri á förum frá félaginu.
Hollenski framherjinn Djenairo Daniels er á leið til Fram og mun klára tímabilið með liðinu í Bestu deild karla.
Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir tíma til kominn fyrir hans menn að ná í þrjú stig. KR mætir KA að Meistaravöllum í Bestu deild karla klukkan 18:00 í kvöld.
Fjórir leikir voru á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Mörkin í leikjunum fjórum voru 17 talsins.
Fótboltamennirnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafa náð samkomulagi um að leika með KR á næstu leiktíð. Samningur þeirra við FH rennur út að yfirstandandi leiktíð lokinni.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 5-1 sigur síns liðs á HK í Bestu-deild karla í kvöld.
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum mjög ánægður með sigur sinna manna á Val á heimavelli í kvöld. Leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 4-1 og náðu Framarar að minnka muninn á liðin í efri hlutanum með sigrinum í kvöld.
Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum með frammistöðu liðsins eftir 3-1 sigur á ÍA í Bestu deild karla í dag.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, þurfti að sætta sig við 3-1 tap á móti Stjörnunni á Akranesi í dag. Skagamenn leiddu í hálfleik en Garðbæingar gengu á lagið í síðari hálfleik.
Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.
Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.
FH vann 2-0 seiglusigur þegar liðið sótti Vestra heima á Kerecis-völlinn á Ísafjörð í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Ólafur Guðmundsson og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH sigldi sigrinum í höfn. FH er nú með jafn mörg stig og Valur í þriðja til fjórða sæti deildarinnar.
Skagamenn tóku á móti Stjörnunni á Akranesi í dag í Bestu deild karla. Gestirnir úr Garðabæ fóru með 3-1 sigur af hólmi í miklum baráttuleik.
Patrik Johannesen er við það að ganga í raðir FH en þessi færeyski landsliðsmaður er í dag leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu.
FH-ingar tilkynntu nú rétt í þessu að lánsmaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson væri orðinn leikmaður félagsins til frambúðar, en Bjarni hefur verið í láni hjá FH frá Val í sumar.
Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið.
Leik Vestra og FH í Bestu-deild karla sem átti að hefjast klukkan 14:00 í dag hefur verið frestað vegna þoku.
Haukur Andri Haraldsson er genginn til liðs við ÍA þar sem hann mun leika á láni í Bestu-deild karla í knattspyrnu.
HK spurðist fyrir um Frederik Schram, markvörð Vals, á dögunum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þjálfarar liðanna tveggja kveðast þó báðir koma af fjöllum.
Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR í Bestu deild karla, varð fyrir hnémeiðslum á æfingu hjá liðinu í vikunni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru.
Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Afturelding greindi frá því að markvörðurinn Jökull Andrésson kæmi á láni til félagsins frá enska liðinu Reading. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengjudeildinni út tímabilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getustigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í uppeldisfélagið í Mosfellsbæ.
Stúkan fór yfir markvarðamál HK en það er ljóst að Arnar Freyr Ólafsson er með slitna hásin og spilar ekki meira með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð.
Stúkumenn sýndu tvö sérstök atvik úr leik KA og Víkings í fimmtándu umferð Bestu deildar karla þar sem KA-menn fögnuðu sigri á toppliði deildarinnar.
KR-ingar hafa ekki unnið leik í Bestu deild karla í fótbolta síðan í maí. Átta leikir í röð án sigurs. Stúkan ræddi stöðuna á KR í gær og þá sérstakalega þunnan hóp Vesturbæinga.
Það er óhætt að segja að HK-ingar, sem að standa í ströngu í Bestu deildinni um þessar mundir, hafi orðið fyrir áfalli um nýliðna helgi þegar að markvörðurinn reynslumikli, Arnar Freyr Ólafsson, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn Vestra.
FH og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í gærkvöldi. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi.
Hinrik Harðarson virtist vera að skora sigurmark Skagamanna og tryggja liðinu mikilvæg þrjú stig þegar hann kom ÍA yfir í leik liðsins gegn FH í Kaplarkika í kvöld. FH náði hins vegar að jafna og Hinrik var súr og svekktur þrátt fyrir markið sem hann skoraði.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson skoraði jöfnunarmark FH þegar liðið fékk Skagamann í heimsókn í Kaplakrika í mikilvægum leikí Evrópubaráttunni í kvöld. Þetta var fyrsta mark Gyrðis Hrafns í deildinni í sumar.
FH og ÍA skildu jöfn, 1-1, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld. Um var að ræða sex stiga leik í Evrópubaráttunni. Heimamenn jöfnuðu metin í uppbótartíma.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, stýrir sínum mönnum í kvöld á móti Skagamönnum í Bestu deild karla í fótbolta. Sagan segir okkur að það ætti að boða gott fyrir Hafnfirðinga. Heimir getur nefnilega fagnað sigri í fjórtánda leiknum í röð á móti ÍA.