

Besta deild kvenna
Leikirnir

„Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis
Þór/KA hefur tryggt sér liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að fá Evu Rut Ásþórsdóttur frá Fylki.

Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands
Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, er á leið til skoska knattspyrnufélagsins Rangers.

Berglind Björg í raðir Breiðabliks
Framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks.

Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum
Knattspyrnusamband Íslands hefur birt drög að leikjadagskrá næstu leiktíðar. Tvær umferðir eru í Bestu deild karla fyrir páska og ein í Bestu deild kvenna sem jafnframt lýkur seinna en ella vegna Evrópumótsins í Sviss.

Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu
Framarar segjast hafa fengið jólagjöfina sína í ár þegar bandaríski framherjinn Murielle Tiernan skrifaði undir nýjan samning við félagið.

„Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“
Arnór Smárason var á dögunum ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Hann sér mikil tækifæri hjá félaginu. Vill halda vel utan um yngri flokka félagsins, þróa hungraða og gæða mikla leikmenn sem gætu reynst meistaraflokkum Vals dýrmætir.

Mist Funa komin heim
Þróttarar hafa endurheimt uppalda stelpu fyrir átökin í Bestu deild kvenna í fótbolta næsta sumar.

„Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“
Bandaríski sóknarmaðurinn Samantha Rose Smith hefur gengið frá samningi við Breiðablik út næsta tímabil og spilar því áfram með Kópavogsliðinu í Bestu deild kvenna sumarið 2025.

Verður áfram í grænu næsta sumar
Samantha Rose Smith verður áfram með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð. Þetta eru risastórar fréttir fyrir komandi fótboltasumar hér á landi.

Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val
Arnór Smárason hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val. Hann tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi.

Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu
Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta um tvö ár.

Katrín áfram í Kópavogi
Framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir mun leika áfram með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna að ári.

Þórdís Elva semur við Þróttara
Þórdís Elva Ágústsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning um að leika með Þrótti á næsta tímabili í Bestu deildinni.

Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“
Nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta eru spenntir fyrir komandi samstarfi. Þeir endurnýja kynnin en voru síðast saman á Hlíðarenda fyrir rúmum áratug.

Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“
Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna.

Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert
Katrín Ásbjörnsdóttir bíður þess enn að ganga frá nýjum samningi við Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta. Hún hefur æfingar með liðinu í vikunni en samningur hennar er runninn út.

Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn
Mikil gleði var í Kópavogi í sumar þar sem bæði karla- og kvennalið Breiðabliks urðu Íslandsmeistarar. Gleðin var ekki síst á heimili parsins Damirs Muminovic og Katrínar Ásbjörnsdóttur sem unnu hvor sinn titilinn.

„Velkomin í dal draumanna“
Fram verður með í Bestu deild kvenna í fótbolta næsta sumar og félagið er byrjað að styrkja liðið fyrir næsta tímabil.

Gunnhildur og Erin eignuðust dreng
Knattspyrnukonurnar, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod, eignuðust dreng í lok október. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna.

Haraldur hættir hjá Víkingi
Eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Víkings í fjórtán ár hefur Haraldur Haraldsson ákveðið að hætta hjá félaginu.

Matthías og Kristján taka við Valsliðinu
Matthías Guðmundsson og Kristján Guðmundsson eru nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta. Þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins og taka við af Pétri Péturssyni.

Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar
Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er á leið til sænska félagsins BK Häcken. Þetta staðfesti fyrrum félag hennar Valur í annað sinn nú í kvöld, mánudag.

Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum
Bæði Breiðabliksliðin eru Íslandsmeistari í fótbolta því í gær lék karlaliðið eftir afrek kvennaliðsins frá því fyrr í haust.

Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“
Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt.

Pétur hættur með Val
Eftir sjö ár við stjórnvölinn er Pétur Pétursson hættur sem þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta.

Baráttan um Besta sætið: „Heyrðu Kjartan, farðu ekki að grenja maður“
Vísir frumsýnir í dag vetrarauglýsingu Stöðvar 2 Sports en þar koma við sögu flestar stjörnur stöðvarinnar.

Valur eyddi færslu um stærstu söluna
Valsmenn hafa tekið úr birtingu færslu sem ekki stóð til að færi strax í loftið, um sölu á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til Häcken í Svíþjóð.

Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni
Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum.

Fanney seld fyrir upphæð sem „ekki hefur sést“ og Tinna kemur í staðinn
Valsmenn hafa nú staðfest söluna á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til sænska úrvalsdeildarfélagsins Häcken, og hafa aldrei selt knattspyrnukonu fyrir hærri upphæð. Tinna Brá Magnúsdóttir kemur frá Fylki og fyllir í hennar skarð.

Fanney sögð á leið til Svíþjóðar
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er sögð hafa samið við lið Häcken í Svíþjóð.