Sjáðu sigurmark Hildar gegn Selfossi | „Hún er bara framherji sem skorar flott mörk“ „Þetta var nú örugglega ekki fallegasta markið sem Hildur hefur skorað,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss í viðtali eftir 1-0 tap gegn Breiðablik. Fótbolti 8. júní 2022 20:30
„Mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur“ „Það er alltaf gott þegar þjálfari er ánægður, þá er ekkert hægt að kvarta,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir viðtal þjálfara Aftureldingar sem hafði rétt á undan tapað 6-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals. Íslenski boltinn 8. júní 2022 16:30
Sjáðu hraðþrennu Kötlu, sigurmark Hildar og Eyjakonur bæta fyrir mistökin Mörkunum rigndi í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta og hér á Vísi má sjá öll mörkin úr umferðinni. Sautján ára leikmaður Þróttar skoraði þrennu á tuttugu mínútum. Íslenski boltinn 8. júní 2022 14:01
Þrennuhetja Þróttar best og Hildur skoraði flottasta markið Áttunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp í síðasta þætti af Bestu mörkunum. Lið umferðarinnar var valið sem og besti leikmaðurinn ásamt besta markinu. Íslenski boltinn 8. júní 2022 13:01
Pétur Pétursson: Við ætluðum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var sáttur eftir leikinn gegn Aftureldingu í kvöld. Valskonur mættu ákveðnar til leiks og unnu fimm marka sigur, 6-1. Íslenski boltinn 7. júní 2022 22:46
Umfjöllun og viðtöl: KR-Þróttur R. 1-3 | Katla setti þrennu í endurkomusigri Þróttar Þróttur R. vann góðan 1-3 útisigur er liðið heimsótti nýliða KR í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Katla Tryggvadóttir skoraði öll þrjú mörk Þróttar eftir að liðið hafði lent undir snemma leiks. Íslenski boltinn 7. júní 2022 22:46
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Afturelding 6-1 | Meistararnir ekki í vandræðum með botnliðið Íslandsmeistarar Vals fengu nýliða og botnlið Aftureldingar í heimsókn á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna. Valskonur mættu töluvert ákveðnari til leiks og unnu leikinn með fimm marka mun, 6-1. Íslenski boltinn 7. júní 2022 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik-Selfoss 1-0 | Heimaliðið upp fyrir gestina í töflunni Breiðablik vann Selfoss 1-0 í lokuðum leik. Bæði lið sköpuðu sér lítið af færum en Breiðablik var sterkari aðilinn og átti sigurinn skilið. Með sigri komst Breiðablik upp fyrir Selfoss i töflunni. Íslenski boltinn 7. júní 2022 22:15
Ásmundur: Svona eru sætustu sigrarnir Breiðablik vann Selfoss með einu marki í lokuðum leik á Kópavogsvelli. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með stigin þrjú. Sport 7. júní 2022 22:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Keflavík 3-2 | Eyjakonur tóku stigin þrjú í markaleik Það gustaði duglega úr austri þegar ÍBV tók á móti Keflavík á Hásteinsvelli í dag í fimm marka leik sem endaði 3-2 fyrir Eyjastúlkum. Þó stigin hafi öll orðið eftir í Vestmannaeyjum voru þau ekki auðfengin. Íslenski boltinn 7. júní 2022 21:47
Umfjöllun: Stjarnan - Þór/KA 5-0 | Stjarnan komst upp að hlið Vals á toppi deildarinnar Stjarnan jafnaði Val að stigum á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta með afar sannfærandi 5-0 sigri sínum þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Samsung-völlinn í áttundu umferð deildarinnar í dag. Íslenski boltinn 6. júní 2022 15:49
Stjarnan setur gríðarlega pressu á Val með sigri Fari svo að Stjarnan vinni Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag þá er liðið með jafn mörg stig og Íslandsmeistarar Vals á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 6. júní 2022 11:00
Harrington og Arnar Páll ráðnir þjálfarar KR Christopher Harrington hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR í fótbolta, ásamt Arnari Páli Garðarssyni. Félagið tilkynnti um ráðningu þeirra í dag. Íslenski boltinn 5. júní 2022 17:30
EM í brennidepli þegar Þorsteinn Halldórs og Vanda heimsóttu Helenu Áttunda umferð Bestu deildarinnar í fótbolta hefst annan í hvítasunnu og lýkur með fjórum leikjum á þriðjudag Fótbolti 5. júní 2022 11:04
Skiptir máli að vera með leikmann sem brennur fyrir klúbbinn Farið var yfir fjörugan leik Þór/KA og Keflavíkur í Bestu Mörkunum. Liði Þórs/KA var hrósað í hástert en þó bent á að þær þyrftu að ná meiri stöðugleika í leik sinn til að klífa töfluna. Íslenski boltinn 4. júní 2022 22:31
Sjáðu mörkin úr dramatísku jafntefli Vals og ÍBV Topplið Vals varð sér úti um stig í blálokin þegar liðið fékk ÍBV í heimsókn í Bestu deildinni í fótbolta á fimmtudagskvöld. Fótbolti 4. júní 2022 09:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍBV 1-1| Ásdís Karen tryggði Val stig í uppbótartíma Valskonum tókst að kreista stig gegn ÍBV á heimavelli. Ásdís Karen Halldórsdóttir jafnaði leikinn í uppbótartíma en ÍBV hafði verið marki yfir frá því í byrjun síðari hálfleiks. Íslenski boltinn 2. júní 2022 19:50
Pétur Pétursson: Áttum skilið að jafna leikinn Pétri Péturssyni, þjálfara Vals, var létt í leikslok að hafa náð jöfnurmarki í uppbótartíma og fannst honum Valur spila töluvert betur en ÍBV. Sport 2. júní 2022 19:16
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-KR 3-1 | Öruggur sigur Selfyssinga Selfoss vann öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti KR í sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn lyfti Selfyssingum upp í annað sæti deildarinnar, en KR-ingar sitja sem fastast á botninum. Íslenski boltinn 1. júní 2022 23:15
Arnar: Að mörgu leyti okkar besti leikur í sumar Arnar Páll Garðarson, annar af þjálfurum KR, var að vonum svekktur með 3-1 tap liðsins á Selfossi í kvöld. Hann segist þó hafa verið ánægður með frammistöðuna hjá liðinu. Íslenski boltinn 1. júní 2022 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. Íslenski boltinn 1. júní 2022 22:00
Tiffany: Við Sandra smullum strax saman Tiffany McCarty, leikmaður Þór/KA, skoraði eitt og lagði upp annað mark í 3-2 sigri á Keflavík á Akureyri í kvöld. Hún var ánægð með frammistöðu liðsins og segir liðsfélaga sína hafi komið henni í vænlegar stöður í kvöld. Fótbolti 1. júní 2022 21:56
Birta Georgsdóttir: Við gerðum þetta saman Það er á engan hallað þegar sagt er að Birta Georgsdóttir hafi verið maður leiksins í kvöld þegar Breiðablik lagði Aftureldingur 6-1 á Malbiksstöðinni að Varmá í kvöld. Birta skoraði eitt markanna og lagði upp þrjú fyrir liðsfélaga sína á leið liðsins að sigri í 7. umferð Bestu-deildar kvenna. Fótbolti 1. júní 2022 21:47
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. 0-1 Stjarnan | Þrótturum misstókst að sækja toppsætið Stjarnan vann í kvöld 0-1 útisigur á Þrótti á Eimskipavellinum í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Íslenski boltinn 1. júní 2022 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 3-2 Keflavík | Akureyringar fá stigin þrjú Þór/KA vann Keflavík í fjörugum leik á Salt-Pay vellinum á Akureyri í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 3-2. Íslenski boltinn 1. júní 2022 20:00
Hrósar umgjörðinni hjá Stjörnunni en segir stuðninginn mega vera meiri Þróttarinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Stjörnukonan Heiða Ragney Viðarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttir í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Íslenski boltinn 31. maí 2022 12:00
Breiðablik ekki byrjað jafn illa í ellefu ár Bikarmeistarar Breiðabliks hafa farið skelfilega af stað í Bestu deild kvenna í fótbolta. Raunar hefur liðið ekki byrjað Íslandsmót jafn illa síðan 2011 ef stigasöfnun eftir sex umferðir er tekin saman. Íslenski boltinn 26. maí 2022 16:32
Lið 6. umferðar í Bestu-deild kvenna | Sandra besti leikmaðurinn Bestu mörkin völdu úrvalslið sjöttu umferðarinnar í Bestu deildinni en leikkerfið 4-3-3 varð fyrir valinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er leikmaður umferðarinnar. Fótbolti 25. maí 2022 19:31
„Ég er aðeins að verða gráðug núna“ Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir tryggði Valskonum 1-0 sigur á Breiðabliki í stórleik Bestu deildar kvenna í gærkvöldi en Arna var síðan gestur í Bestu mörkunum eftir leikinn. Íslenski boltinn 25. maí 2022 11:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 0-1 | Meistararnir höfðu betur í stórleiknum Valskonur unnu góðan 0-1 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik sjöttu umferðar í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 24. maí 2022 21:40