Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. Neytendur 12. september 2023 10:06
Stórsýning í Kauptúni Mikið verður um að vera hjá Toyota Kauptúni á laugardag, 9. september þegar blásið verður til sannkallaðrar stórsýningar frá kl. 12 – 16. Samstarf 7. september 2023 08:30
Fjölskyldubíllinn Renault Scenic kemur rafvæddur og endurhannaður frá grunni Franski bílaframleiðandinn Renault hefur endurhannað einn vinsælasta fjölskyldubílinn á framleiðslulínunni, hinn rúmgóða Scenic, sem Íslendingum er að góðu kunnur frá því fyrir síðustu aldamót þegar fyrsta kynslóð hans kom fyrst á markað, nánar tiltekið árið 1996. Samstarf 6. september 2023 08:51
Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina. Innlent 31. ágúst 2023 12:28
Rándýri Porsche-inn sem lyktaði dregur dilk á eftir sér Bílabúð Benna þarf að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, tæplega 700 þúsund krónur vegna gjalda sem Ólöf þurfti að standa skil á þrátt fyrir að kaupum hennar á Porsche hjá bílabúðinni hefði verði rift. Þá þarf Bílabúð Benna að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað. Innlent 24. ágúst 2023 16:53
Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. Bílar 20. ágúst 2023 23:08
Nýjung í rekstri bílastæða Green Parking er félag í eigu Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í nútímalegum bílastæðalausnum á rekstri bílastæða, bílakjöllurum og bílastæðahúsum. Samstarf 18. ágúst 2023 08:31
Gjaldtaka hefst á hleðslustöðvum í bílastæðahúsum Gjaldtaka á hleðslustöðvum verður tekin upp frá og með 17. ágúst 2023 í bílahúsum Reykjavíkurborgar. Innlent 16. ágúst 2023 09:34
Verkið hófst ekki nógu snemma til að tímalína stæðist Átta mánaða tafir á framkvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tímalína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis. Innlent 16. ágúst 2023 07:00
Glæsilegur fornbíll og fornhjólhýsi í Keflavík Eigendur fornbíls í Keflavík vekja alls staðar mikla athygli þar sem þau eru á ferðinni, ekki síst þegar hjólhýsið er aftan í bílnum en það er 58 ára gamalt. „Það eru allir símar á lofti,“ segir eigandinn. Bílar 15. ágúst 2023 20:07
Eigendur Öskju kaupa Dekkjahöllina Eignarhaldsfélagið Vekra hefur gengið frá samningi um kaup á öllu hlutafé í Dekkjahöllinni. Vekra á meðal annars bílaumboðið Öskju, þjónustuverkstæðið Sleggjuna og Lotus bílaleigu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 2. ágúst 2023 09:54
Nýr Land Cruiser frumsýndur Ný kynslóð hins sögufræga Land Cruiser, Land Cruiser 250, var frumsýnd í Japan í nótt og mun á næsta ári leysa Land Cruiser 150 af hólmi. Bíllinn er væntanlegur til landsins um mitt ár 2024. Samstarf 2. ágúst 2023 09:51
Lingard reyndi að plata lögguna og gaf upp nafn á manni sem er ekki til Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United, þurfti að mæta fyrir dóm eftir að hann reyndi að gabba lögregluna þegar hún tók hann fyrir of hraðan akstur. Enski boltinn 28. júlí 2023 09:45
Fæst dauðsföll á íslenskum vegum Íslenska vegakerfið er það öruggasta í heimi þegar kemur að dauðsföllum. Hlutfallslega séð deyja átjánfalt fleiri árlega á vegunum í Sádi Arabíu. Innlent 27. júlí 2023 10:34
Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að. Innlent 22. júlí 2023 07:46
Stjórnarmenn Tesla samþykkja að skila 735 milljónum dala Stjórnarmenn Tesla hafa samþykkt að skila 735 milljónum dala í hlutafjárkaupréttum, eftir að hluthafar höfðuðu mál á hendur þeim vegna ákvörðunar þeirra um óhóflegar greiðslur til handa þeim sjálfum. Viðskipti erlent 18. júlí 2023 08:27
Er metanvæðingin óttalegt prump? Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál. Skoðun 17. júlí 2023 13:00
Saga mótorhjólsins varðveitt á Akureyri Eitt glæsilegasta mótorhjólasafn heims er staðsett á Akureyri. Þar er saga mótorhjólsins á Íslandi varðveitt og má þar finna mörg af merkilegustu hjólum landsins. Bílar 17. júlí 2023 07:02
„Gaman og gefandi að keyra löglegan kappakstur“ Í fyrsta sinn í fimm ár er hægt að fara í GoKart á Íslandi. Eigandi leigunnar segir það afar gefandi að geta boðið fólki upp á löglegan kappakstur. Bílar 15. júlí 2023 22:11
Súkkulaðierfinginn uppfærði í stærri glæsibifreið Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, hefur fest kaup á hvítum Porsche Cayenne E-hybrid sportjeppa. Patrik birti myndskeið af glæsibifreiðinni í sólinni á Instagram í gær. Lífið 13. júlí 2023 15:27
FÍB þjónustar vegaaðstoð Toyota, Lexus og BNB Frá og með 1. júlí mun Toyota á Íslandi bjóða viðskiptavinum Toyota, Lexus og Betri notaðra Bíla vegaaðstoð í 12 mánuði. Samstarf 4. júlí 2023 11:23
Tesla á Íslandi slær met Rúmlega 1300 bílar af gerðinni Tesla Model Y hafa verið nýskráðir hérlendis það sem af er ári. Um er að ræða mesta fjölda af einni bílategund á einu ári frá upphafi. Tölurnar vekja athygli alþjóðlegra stjórnenda Tesla fyrirtækisins en alls hafa 4000 bílar af Tesla gerð verið nýskráðar á Íslandi. Bílar 4. júlí 2023 07:48
Lengri gjaldskylda og sunnudagar ekki lengur ókeypis Tillaga um að hækka bílastæðagjöld í Reykjavíkurborg hefur verið samþykkt og staðfest. Breytingarnar fela í sér fjörutíu prósent hækkun á dýrasta svæðinu. Þá verður gjaldskylda sums staðar lengra fram á kvöld. Engin gjaldskylda á sunnudögum mun heyra sögunni til. Innlent 29. júní 2023 15:40
Fyrsta sakfelling stjórnarmanns VW í útblásturshneykslinu Rupert Stadler, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Audi, varð fyrsti stjórnarmaður Volkswagen til þess að hljóta dóm í útblásturshneykslinu sem skók þýskan bílaiðnað þegar hann var fundinn sekur um svik í dag. Hann hlaut skilorðbundinn fangelsisdóm og dæmdur til að greiða háa sekt. Viðskipti erlent 27. júní 2023 14:10
Ekki gleyma að bóna bílinn í sumar Sumarið er loksins komið og sólin farin að dreifa geislum sínum yfir landsmenn. Í upphafi sumars er nauðsynlegt að huga vel að lakki bifreiða og passa upp á að bóna þær reglulega. Samstarf 26. júní 2023 09:01
„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“ Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína. Viðskipti innlent 19. júní 2023 20:00
Fangageymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akureyri Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi. Innlent 18. júní 2023 11:18
Þurfa að fara í „veiðiferð“ til að nálgast metan „Við erum að kljást við það lúxusvandamál að það hefur aldrei verið selt meira af metan heldur en um þessar mundir. Eftirspurnin hefur vaxið umfram það sem við höfum getað framleitt,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu. Innlent 11. júní 2023 16:18
María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma María Sigrún Hilmarsdóttir fer með hlutverk fréttaþular í nýrri Fast and the Furious-kvikmynd, Fast X. Hún segist lengi hafa dreymt um að leika í kvikmynd en labbaði út úr kvikmyndasalnum þegar um tuttugu mínútur voru búnar af myndinni. Bíó og sjónvarp 31. maí 2023 20:30