Þurfa að fara í „veiðiferð“ til að nálgast metan
„Við erum að kljást við það lúxusvandamál að það hefur aldrei verið selt meira af metan heldur en um þessar mundir. Eftirspurnin hefur vaxið umfram það sem við höfum getað framleitt,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu.