Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Lögreglan á Vesturlandi komin á Teslu

Lögreglan á Vesturlandi hefur fest kaup á tveimur Teslu-bifreiðum sem notaðar verða við almenna löggæslu framvegis. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir bifreiðakaupin hluta af kolefnisjöfnun embættisins. 

Innlent
Fréttamynd

Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar

Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keyrði yfir dekk og skaust upp í loft

Ótrúlegt er að ekki fór verr þegar bíll flaug upp í loft á hraðbraut í Los Angeles á dögunum. Bíllinn skaust upp í loft eftir að hafa orðið fyrir dekki sem datt af öðrum bíl á hraðbrautinni. Þrátt fyrir að slysið hafi verið harkalegt þá slasaðist enginn alvarlega samkvæmt lögreglunni í Los Angeles.

Erlent
Fréttamynd

Á guðs vegum með Bjarna Ben og FÍB

Þann 21. mars síðastliðinn glöddust fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson og formaður samgöngunefndar Vilhjálmur Árnason fyrir hönd ríkisstjórnarinnar yfir liðsinni FÍB við að reyna sannfæra almenning um að eina sanngjarna leiðin til innheimtu skatts vegna viðhalds og uppbyggingar vegasamgangna, sé að skipta út núverandi skattlagningu á eldsneyti fyrir kílómetragjald.

Skoðun
Fréttamynd

Teslur tala nú íslensku

Nokkrir eigendur Tesla-bifreiða geta nú valið íslensku sem tungumál ökutækisins. Okkar ástkæra og ylhýra er þar með komið í hóp rúmlega tuttugu tungumála sem bíllinn býður upp á. 

Bílar
Fréttamynd

Rafmagnsbílar fyrir alla

Hækkandi eldsneytisverð þyngir heimilisbókhaldið svo um munar og fólk horfir af þeim sökum í auknum mæli til rafmagns- og annarra tengilbíla.

Samstarf
Fréttamynd

Dragi úr notkun einka­bíla og vinni heima vegna loft­mengunar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur borgarbúa til þess að draga úr notkun einkabíls og skorar á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu vegna svifryksmengunar í dag. Styrkur svifryks var hár í morgun og líklegt er að hann hækki aftur í síðdegisumferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Hagstætt og þægilegt að hlaða bílinn með hleðslustöð í áskrift

„Rafbílavæðing á Íslandi hefur stóraukist og þá helst á síðustu 3-4 árum. Orkusalan hóf vegferð sína í hleðslulausnum árið 2016 en þá gáfum við öllum sveitarfélögum landsins 22kW hleðslustöðvar til þess að vekja athygli á orkuskiptum framtíðarinnar. Til að byrja með voru þessar stöðvar lítið notaðar og þá síst utan höfuðborgarsvæðisins en með aukinni drægni rafbíla hefur fjöldi rafbílaeigenda 20-faldast á síðustu fimm árum. Við sjáum klárlega aukningu í kortunum, þessi þróun á eftir að halda áfram næstu ár sem er mikilvægur þáttur þegar kemur að orkuskiptum hér á landi,“ segir Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ferð til Vestmannaeyja - Örsaga um orkuskipti

Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma.

Skoðun
Fréttamynd

Kastar fram hug­mynd um mjúk­lokun sem stoppi van­búna bíla

„Við sjáum þetta þannig að lokanir eru til gagns sé þeim beitt rétt, sagði Harald Teitsson, formaður félags hópferðaleyfishafa og formaður hópbifreiðanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu stofnunarinnar. Harald varpaði fram þeirri hugmynd að beita mætti svokallaðri mjúklokun vega í meira mæli, þegar veður eru válynd.

Innlent
Fréttamynd

Ekki meiri bíla­um­ferð

Upphafsatriði áramótaskaupsins var merkileg staðfesting á því hve umferðarmál höfuðborgarsvæðisins eru hugleikin landsmönnum. Ömurlegar samgöngur sungu okkar ástkærustu leikarar á meðan myndskot af götum borgarinnar stapp fullum af bílum runnu yfir skjáinn. 

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei fleiri bílar á hring­veginum en á síðasta ári

Aldrei áður hefur meiri umferð mælst á hringveginum en árið 2022 og var þá met ársins 2019 slegið. Umferðin í fyrra reyndist einu og hálfu prósenti meiri en árið 2019. Mun minna var ekið í desember 2022 en árið áður og helgast líklega af veðuraðstæðum.

Bílar
Fréttamynd

„Við erum að kveðja Egil með virktum“

„Ég held að það sé ekkert fyrirtæki á Íslandi sem er búið að vera með sömu röddina í þrjátíu ár að tala fyrir sig,“ segir Kristinn G. Bjarnason framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota á Íslandi. Áramótaauglýsing Toyota, sem sýnd var rétt fyrir Áramótaskaupið í gærkvöldi hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum og segja má að auglýsingin marki ákveðin tímamót.

Lífið
Fréttamynd

Tesla Model Y mest seldi bíll ársins á Íslandi

Toyota var með flestar seldar bifreiðar á árinu eða 3.395 eintök. Alls voru nýskráðar 23.287 bifreiðar á árinu. Það eru sambærilegar tölur og í fyrra þegar 22.133 ökutæki voru nýskráð. Tesla Model Y var mest selda einstaka undirtegundin með 1.035 eintök. Rafmagn varð hlutskarpast allra orkugjafa þegar upp var staðið. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Hönnun rafbíla tekur tillit til endurvinnslu þeirra

Umræða sem á það til að fylgja rafbílum er að það sé erfitt að endurvinna þá. Sannleikurinn er sá að það er erfiðara að endurvinna þá, en brunahreyfilsbíla. Brunahreyfilsbílar eru í grunninn settir saman úr stáli og áli sem mannkynið hefur endurnýtt í marga áratugi.

Bílar