Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Cake kynnir rafmagnsmótorhjólið Bukk

Sænski rafmótorhjólaframleiðandinn kynnti á dögunum Bukk, sem er nýtt hjól frá Cake. Bukk byggir á upplýsingum úr mótaröð sem Cake heldur þar sem ekið er á hjólum þeirra.

Bílar
Fréttamynd

N1 lækkar verð í Norðlingaholti

Frá og með deginum í dag getur þú fengið fengið ódýrara eldsneyti á stöð N1 í Norðlingaholti. Stöðin bætist með þessu í hóp fimm N1 stöðva sem bjóða ódýrara eldsneyti en mikil eftirspurn er eftir slíkum stöðvum.

Samstarf
Fréttamynd

Saga Harley-Davidson komin á prent

„Það var í vinnubanni í covid að ég settist niður til að halda áfram með gagnaöflun fyrir annað bindi bókar minnar um sögu mótorhjóla á Íslandi. Ég ákvað að byrja á að taka saman hvaða efni ég hefði yfir ákveðnar tegundir og byrjaði á Harley-Davidson. Fljótlega varð mér þó ljóst að ég hefði svo mikið efni og líka myndir að það eitt og sér myndi duga mér í heila bók, og þannig fæddist nú þessi bók mín um Harley-Davidson á Íslandi,“ segir Njáll Gunnlaugsson, höfundur bókarinnar Ameríska goðsögnin.

Samstarf
Fréttamynd

Dieci skot­bóm­u­lyftara­sýning í Velti

Veltir ætlar að halda skotbómulyftarasýningu á morgun, fimmtudag. Sýningin verður í Hádegismóum 8 í Árbæ. Á sýningunni verða Dieci Icarus 40.14, Dieci 40.17 og Dieci Pegasus 50.25 skotbómulyftarar. Einnig verður sérfræðingur frá Dieci á staðnum.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model S með fimm stjörnur í NCAP

Tesla Model S hlaut á dögunum fimm stjörnu öryggiseinkunn há Euro NCAP. Euro NCAP gerði prófanir á nýjustu útgáfu af Model S, í samræmi við nýjustu og ströngustu prófunarstaðlana frá 2020-2022, þar sem geta ökutækisins til að vernda fullorðna einstaklinga, börn og gangandi vegfarendur er í forgangi ásamt mat á hegðun til að forðast árekstra og aðra öryggisaðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarsýning Öskju

Bílaumboðið Askja tekur vetrinum fagnandi og býður viðskiptavinum og öðrum gestum á sérstaka Vetrarsýningu á morgun, laugardag 19. nóvember kl. 12-16.

Bílar
Fréttamynd

Ekið á gangandi og hjólandi í borginni

Í tvígang með skömmu millibili var ekið á gangandi og hjólandi vegfarendur í Reykjavík í morgun. Fyrst var bíl ekið á átta ára dreng þegar hann fór yfir gangbraut en um klukkutíma síðar var ekið á hjólreiðamann í Hlíðunum.

Innlent
Fréttamynd

ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina

ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél.

Bílar
Fréttamynd

Volvo EX90 kynntur til sögunnar

Volvo EX90 er sjö manna rafmagnsútgáfa að XC90 sem hefur verið afar vinsæll bíll í vöruframboði Volvo. Það eru því stórir skór sem þarf að fylla. Bíllinn var frumsýndur í gær.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Civic e:HEV meðal sex efstu hjá Autobest

Nýjasta kynslóð Honda Civic, e:HEV, er síðasta afurðin úr smiðju japanska bílaframleiðandans sem kemst á lista yfir sex bíla sem keppa um hin virtu verðlaun „Best Buy Car of Europe“ (bestu bílakaupin í Evrópu) hjá AUTOBEST 2023.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Gengið í kringum Polestar 3

Polestar 3 er nýjasta viðbótin í framboði Polestar. Bíllinn er væntanlegur á markað seint á næsta ári. Í fréttinni er myndband þar sem gengið er í kringum bílinn.

Bílar
Fréttamynd

MG4 og Subaru Solterra frumsýndir hjá BL á laugardag

BL við Sævarhöfða frumsýnir nk. laugardag, 5. nóvember rafbílana MG4 og Subaru Solterra. Frumsýningarnar eru á milli 12-16. MG4 er fimmti rafvæddi fólksbíll framleiðandans í Evrópu síðan merkið var endurvakið í höndum nýrra eigenda fyrir fáeinum árum á Evrópumarkaði. Solterra markar þáttaskil í sögu Subaru því þessi aldrifni jepplingur er sá fyrsti í sögu fyrirtækisins sem boðinn er í 100% rafdrifinni útgáfu.

Innlent
Fréttamynd

Jákvæðir angar rafbíla

„Hvaða hávaði er þetta?“ hugsaði ég með mér þar sem ég sat og sötraði morgunkaffið. Glugginn var opinn og smám saman rann það upp fyrir mér. Þetta var díseltrukkur í lausagangi.

Skoðun
Fréttamynd

Kia mest nýskráða tegundin í október

Kia var söluhæsti framleiðandinn á Íslandi í október með 132 nýskráðar bifreiðar. Toyota var í öðru sæti með 119 nýskráðar bifreiðar og Ford í þriðja sæti með 102 bifreiðar. Dacia var í þriðja sæti með 90 sæti en Duster var vinsælasta undirtegundin með 89 nýskráningar í október.

Bílar
Fréttamynd

Audi staðfestir innreið sína í Formúlu 1

Þýski bílaframleiðandinn Audi mun eignast hlut í Sauber liðinu sem nú gengur undir nafni Alfa Romeo í keppnum. Sauber liðið mun taka upp Audi nafnið frá og með tímabilinu 2026. Formúla 1 hefur lengi reynt að freista Volkswagen samsteypuna inn í mótaröðina á síðustu áratugum. Audi ætlar sér að verða samkeppnishæft á þremur árum.

Bílar