Velta Toyota dróst saman um meira en tvo milljarða Velta TK bíla ehf., sem sér um sölu á Toyota-bílum og tengdum vörum og þjónustu á Íslandi, nam um 14,4 milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar nam veltan 16,8 milljörðum á árinu 2017 og var samdrátturinn því 14 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 29. maí 2019 05:00
Nýliðinn Skúli Kristjánsson heimsmeistari í torfæru Norðurlandamótið í torfæru fór fram um helgina í Noregi en mótið jafngildir heimsmeistaramóti. Skúli Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari eftir tveggja daga keppni. Sport 27. maí 2019 15:00
Funda um sameiningu Renault og Fiat Chrysler Ítalsk-ameríski bílarisinn Fiat Chrysler hefur stungið upp á sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Frá þessu var greint í morgun en ef áformin ganga eftir verður um að ræða þriðja stærsta bílaframleiðanda heims. Viðskipti erlent 27. maí 2019 07:40
Reyna að halda stærsta bílastæðahúsinu opnu sem lengst Framkvæmdir eru hafnar við endurgerð á neðri hluta Hverfisgötu. Lokað hefur verið fyrir umferð upp Hverfisgötuna en girðingar afmarka svæðið sem nær frá Ingólfsstræti í áttina að Smiðjustíg. Innlent 23. maí 2019 13:49
Vara við því að fólk hlaði rafbíla í heimilistenglum að staðaldri Venjulegir heimilistenglar eru ekki gerðir fyrir svo mikla og langa notkun og þá sem þarf til að hlaða rafknúnar bifreiðar. Innlent 21. maí 2019 13:00
Góð endurkoma Camry Toyota Camry hefur snúið aftur eftir 15 ára fjarveru og leysir af Avensis sem Toyota hættir að framleiða. Bílar 16. maí 2019 08:15
Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. Viðskipti innlent 10. maí 2019 22:35
Stilliró ónóg í Polo Hekla hefur innkallað nýlegar Volkswagen Polo-bifreiðar vegna galla í handbremsu. Viðskipti innlent 7. maí 2019 14:00
Svekkt með sekt án tillits til áralangrar hefðar íbúa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Innlent 6. maí 2019 14:16
Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. Erlent 26. apríl 2019 13:17
VÍS hættir útleigu á barnabílstólum Tryggingafélagið VÍS ætlar að hætta útleigu á barnabílstólum en félagið hefur boðið viðskiptavinum sínum bílastóla til útleigu fyrir börnin sín undanfarin 25 ár. Innlent 24. apríl 2019 14:56
Fengu uppsagnarbréf með páskaegginu frá Bernhard Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Viðskipti innlent 23. apríl 2019 15:25
Askja kaupir Hondu-umboðið á Íslandi Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Viðskipti innlent 23. apríl 2019 14:38
Myndband af Teslu 3 sýnir sjálfkeyrandi bíl í umferðinni Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur sent frá sér kynningarmyndband fyrir Teslu 3 sem mun greinilega hafa þá eiginleika að vera sjálfkeyrandi. Lífið 23. apríl 2019 13:30
Tesla rannsakar sprengingu í Model S Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur sent rannsóknarteymi til Sjanghæ í Kína til þess að rannsaka ástæður þess að sprenging varð í kyrrstæðum bíl af gerð Model S í bílastæðahúsi á dögunum. Viðskipti erlent 22. apríl 2019 17:11
Allt að 160 prósent verðmunur á dekkjaskiptum Verðkönnun Alþýðusambands Íslands á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun. Viðskipti innlent 12. apríl 2019 13:54
Innkalla nýlega Mercedes Benz X-Class Bílaumboðið Askja hefur innkallað fimmtán Mercedes Benz X-Class bifreiðar af árgerðum 2017 og 2018. Viðskipti innlent 12. apríl 2019 10:56
Slökktu í logandi bíl með bílaeldvarnarteppi Um sýnikennslu var að ræða fyrir þátttakendur á námskeiði Brunavarna Árnessýslu og Mannvirkjastofnunar um hættur þegar bílar brenna, ekki síst rafmagnsbílar, Innlent 9. apríl 2019 20:00
Gísli Einars fer um sveitir á sínum uppgerða forna Land Rover "Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár. Lífið 9. apríl 2019 13:30
Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. Viðskipti erlent 3. apríl 2019 13:58
Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. Viðskipti innlent 31. mars 2019 12:30
Ízar ofurjeppinn að taka á sig mynd Ökuhæf frumgerð fyrsta frumhannaða ofurjeppans fyrir farþegaflutninga í heiminum er tilbúin. Hundruð innlendra og erlendra aðila komið að verkinu á einn eða annan hátt. Ísland er vagga götuhæfra ofurjeppa. Bílar 28. mars 2019 06:00
Mazda hyggur á Rotary-vél Miklar líkur eru á því að Mazda-bílar muni á næstu árum fást með Rotary-vélum en nýleg þróun á vélinni hefur gert þessa vélartækni afar hagkvæma, með litla eyðslu og mengun. Bílar 21. mars 2019 07:45
Öflugur þriggja strokka sportari Gordon Murrey, sem hannaði McLaren F1 sportbílinn, vinnur nú að smíði agnarsmás en öflugs sportbíls. Bílar 21. mars 2019 07:45
Volvo ætlar að setja skynjara í bíla til að stöðva ölvunarakstur Tölva bílsins gæti hægt á honum eða stöðvað skynjaði hann að ökumaðurinn væri ölvaður, þreyttur eða annars hugar. Viðskipti erlent 20. mars 2019 22:50
Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl. Innlent 18. mars 2019 22:24
Gerbreyttur smár Peugeot 208 Óhætt er að fullyrða að með þessari breytingu sé kominn einn mest aðlaðandi bíllinn í þessum flokki, enda hefur hann fengið ýmis útlitseinkenni frá hinum mun stærri Peugeot 508 bíl, sem er forkunnafagur. Bílar 15. mars 2019 22:30
Flýja japanskir framleiðendur Brexit? Nissan, Honda og Toyota reka stærstu, fjórðu stærstu og sjöttu stærstu bílaverksmiðjur Bretlands en teikn eru á lofti um lokun allra þeirra. Brexit er um að kenna og traust japanskra bílaframleiðenda til breskra yfirvalda er þorrið. Bílar 15. mars 2019 20:30
Ferrari F8 Tributo leysir af 488 GTB með stæl Ferrari F8 Tributo fær 50 viðbótar hestöfl og verður 40 kg léttari en 488 GTB bíllinn. Það þýðir 720 öskrandi hestöfl og 770 Nm tog úr 3,9 lítra V8 vélinni með tveimur forþjöppum. Bílar 14. mars 2019 22:30
Dacia Duster jeppinn og Sandero á toppnum Frá því að Dacia Sandero kom á markað í Bretlandi 2013 hefur bíllinn verið í miklu uppáhaldi meðal þarlendra sem vilja "bara“ einfaldan, áreiðanlegan og ágætlega vel búinn bíl á sem hagstæðustu verði. Bílar 14. mars 2019 20:30