98,7 prósenta áhorf á Eurovision Nærri allir sem horfðu á sjónvarp laugardagskvöldið 13. maí, milli klukkan 19 og 23, á Íslandi horfðu á Eurovision. Þetta er langhæsta hlutfall í Evrópu. Lífið 26. maí 2023 10:18
Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives. Bíó og sjónvarp 25. maí 2023 22:52
Ray Stevenson látinn Breski leikarinn Ray Stevenson er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjónvarpsþáttaseríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvikmyndaseríanna Thor og Divergent. Lífið 22. maí 2023 21:48
Myndaveisla: Einstök upplifun í frumsýningarteiti Það var margt um manninn í Bíó Paradís síðastliðið fimmtudagskvöld í frumsýningarteiti þáttaseríunnar Mannflóran. Er um að ræða heimildaþætti um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel Björk Sturludóttir er þáttastjórnandi og Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrir. Bíó og sjónvarp 22. maí 2023 14:00
„Ég fór bara í „blackout““ Það ætlaði allt um koll að keyra í myndveri Kökukasts þegar örvænting greip einn keppandann, Tómas Jóhannsson. „Ég fór bara í „blackout“. Ég var að fríka út og sem betur fer stoppaði hún mig. Ég bara sá stjörnur og eitthvað,“ segir Tómas. Lífið 22. maí 2023 09:23
Hálfíslensk leikkona á uppleið í Bandaríkjunum Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson. Lífið 20. maí 2023 16:01
Þóra Dungal er látin Þóra Dungal er látin, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997 en tilviljun réði því að hún var fengin í hlutverkið á sínum tíma. Hún lætur eftir sig tvær dætur. Lífið 19. maí 2023 10:20
Fyrsta stikla síðustu myndanna um Ethan Hunt Ethan Hunt er enn í fullu fjöri, ef marka má fyrstu stiklu myndarinnar sem á að vera sú næst síðasta í Mission Impossible seríunni. Síðasta mynd Tom Cruise í þessum söguheimi verður frumsýnd á næsta ári. Bíó og sjónvarp 17. maí 2023 13:51
Finnskur hasar og búbblukvöld á Hygge kvikmyndahátíð Sérstök sýning á hasarmyndinni Sisu fer fram í Smárabíó Max í kvöld með hlaðvarpsteyminu Ólafssynir í Undralandi. Sýningin hefst klukkan 19.20. Myndin er hluti af norrænu kvikmyndahátíðinni Hygge sem stendur nú sem hæst í Háskólabíói. Lífið samstarf 16. maí 2023 13:01
Colton Underwood loksins genginn í það heilaga Bandaríski raunveruleikaþáttastjarnan Colton Underwood úr Bachelor þáttunum er alls enginn piparsveinn lengur en hann gifti sig loksins unnustanum Jordan C. Brown um helgina. Meira en ár síðan elskendurnir trúlofuðu sig. Bíó og sjónvarp 15. maí 2023 22:38
Love & Death: Svik, harmur, ást og dauði Fyrir skemmstu komu fyrstu þættir af Love & Death, nýrri þáttröð HBO, inn á streymisþjónustu Sjónvarps Símans. Ég læt HBO-þætti aldrei framhjá mér fara, enda er hún sú sjónvarpsstöð/streymisveita sem oftast er hægt að treysta til að framleiða gæðaefni. Því hikaði ég ekki við að hefja áhorf. Gagnrýni 14. maí 2023 10:01
Hákarlarnir snúa aftur, stærri og reiðari en áður Hákarlar hræða okkur flest og það hafa þeir væntanlega gert frá því fyrsti mannapinn hætti sér of langt út í sjó á röngum tíma. Með hliðsjón af því er kannski eðlilegt hve margar kvikmyndir um hræðilega hákarla hafa verið gerðar. Bíó og sjónvarp 9. maí 2023 15:27
Blæja ritskoðuð vegna fitusmánunar Ástralska fjölmiðlafyrirtækið ABC hefur ritskoðað og breytt þætti af Bluey til að bregðast við gagnrýni um fitusmánun. Í þættinum er fjölskyldan á salerninu og pabbi Blæju, eins og hún heitir á íslensku, er að bursta tennurnar og vigta sig. Erlent 5. maí 2023 07:30
Heiðra Carrie Fisher með Hollywood-stjörnu á Stjörnustríðsdeginum Um sex árum eftir dauða hennar stendur til að heiðra leikkonuna Carrie Fisher í Hollywood með því að afhjúpa stjörnu með nafni hennar á Hollywood Walk of Fame síðar í dag, á óformlegum þjóðhátíðardegi Stjörnustríðsaðdáenda. Lífið 4. maí 2023 07:40
Neistar á milli Timothée Chalamet og Zendaya í fyrstu stiklunni úr Dune: Part Two Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros. hefur gefið út fyrstu stikluna úr væntanlegri kvikmynd sinni Dune: Part 2. Beðið hefur verið eftir stiklunni með mikilli eftirvæntingu og horfa má á hana neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp 3. maí 2023 16:55
Kvikmyndarýni: Hrollvekjuveisla Tvær töluvert ólíkar hrollvekjur eru nú sýndar í kvikmyndahúsum. Önnur er framleidd innan Hollywood-kerfisins, á meðan hin er framleidd innan evrópska styrkjakerfsins. Þetta eru Evil Dead Rise og Infinity Pool. Gagnrýni 2. maí 2023 08:57
Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. Erlent 2. maí 2023 08:43
Líður stundum eins og hann sé ekki alvöru manneskja Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, lét draum sinn rætast og lék í alþjóðlegri kvikmynd í síðustu viku. Hann segir leiklistina henta sér vel því oft líði honum eins og hann þurfi að leika sig í gegnum hversdaginn. Lífið 1. maí 2023 20:01
Farsælir íslenskir tvíburar Tvíburar hafa verið á margra vörum síðustu vikur eftir að sjónvarpsþættir Ragnhildar Steinunnar um tengsl og samfylgd tvíbura í gegnum lífið fór í loftið. Fjölmargar erlendar stjörnur eru tvíburar, má þar til dæmis nefna Elvis Presley, Scarlet Johansson, Vin Diesel, Gisele Bündchen, Ashton Kutcher og Kiefer Sutherland. Vísir tók saman lista yfir farsæla Íslendinga sem eru tvíburar. Lífið 1. maí 2023 17:35
Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar Breski söngvarinn Ed Sheeran samdi sjö lög á fjórum klukkutímum eftir að eiginkona hans greindist með krabbamein er hún gekk með annað barn þeirra. Heimildaþættir um Sheeran og hans líf koma út á miðvikudaginn. Lífið 1. maí 2023 14:50
MasterChef-dómarinn Jock Zonfrillo er látinn Skoski sjónvarpsmaðurinn Jock Zonfrillo er látinn, 46 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dómari í áströlsku útgáfu MasterChef-þáttanna. Lífið 1. maí 2023 07:36
Beef: Hökkuð í spað Ég fékk skilaboð frá vini mínum sem mælti með þáttunum Beef á Netflix, hann sagðist ekki hafa getað hætt og vakað til klukkan 3 um nótt að klára. Maður fær slík meðmæli ekki oft, því hóf ég áhorf. Bíó og sjónvarp 29. apríl 2023 10:34
Vinna að framhaldi Dodgeball Vinna er hafin að framhaldi Dodgeball: A true underdog story, grínmyndarinnar vinsælu frá 2004. Vince Vaughn mun snúa aftur í aðalhlutverki myndarinnar og mun hann mögulega einnig framleiða hana. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2023 12:41
Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2023 10:48
Átta norrænar kvikmyndir sýndar á nýrri kvikmyndahátíð Hygge er ný norræn kvikmyndahátíð sem fram fer í Háskólabíó 4. til 8. maí. Á hátíðinni verða átta glænýjar kvikmyndir sýndar, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa allar slegið í gegn í sínu heimalandi. Lífið samstarf 28. apríl 2023 08:46
Corden stimplaði sig út með hjartnæmum skilaboðum Spjallþáttur breska þáttastjórnadans James Corden lauk göngu sinni í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi eftir átta ár á skjánum. Í þessum síðasta þætti kvaddi Corden áhorfendur, meðal annars aðstoð söngvarans Harry Styles og leikarans Will Ferrell og þá kom Joe Biden Bandaríkjaforseti sérstökum skilaboðum á framfæri. Lífið 28. apríl 2023 07:39
Sagði einn frægasta brandara Fóstbræðra í Succession Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í nýjustu seríunni af Succession, sem sýnd er á Stöð 2. Hann nýtti tækifærið í nýjasta þættinum og sagði einn þekktasta brandarann úr smiðju Fóstbræðra. Horfa má á atriðið neðar í fréttinni. Jóhannes segist aldrei hafa upplifað eins einstakt tökuferli og í HBO þáttunum vinsælu. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2023 07:00
Rihanna fetar í fótspor Ladda Barbadoska söngkonan Rihanna mun talsetja fyrir Strympu í nýrri mynd Paramount um Strumpana frá Strumpalandi. Hún fetar þar með í fótspor Katy Perry, Demi Lovato og Ladda sem talaði fyrir alla Strumpana í sjónvarpsþáttum um litlu bláu verurnar. Lífið 27. apríl 2023 18:55
Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. Bíó og sjónvarp 26. apríl 2023 22:14
Hámhorfið: Á hvað eru íslenskar söngkonur að horfa? Það kannast líklega flestir við það að hafa legið uppi í sófa og flett í gegnum Netflix í leit að góðum sjónvarpsþáttum, þegar allt í einu er liðinn klukkutími og þú hefur ekki enn fundið neitt. Ástæðan er ekki skortur á úrvali, síður en svo, heldur er framboðið svo mikið að það getur verið yfirþyrmandi. Bíó og sjónvarp 26. apríl 2023 20:00