Idol seinkað vegna landsleiksins á föstudag Idol þátturinn á föstudag verður á dagskrá á nýjum tíma, klukkan 21:00 en ástæðan er leikur karlalandsliðsins í handbolta. Áhorfendur þurfa því ekki að velja milli þess að horfa á Idol eða landsleikinn. Lífið 18. janúar 2023 09:42
Renner kominn heim í faðm fjölskyldu Stórleikarinn Jeremy Renner er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir hrottalegt slys á nýársdag. Bíó og sjónvarp 17. janúar 2023 21:26
Mando og Grogu snúa aftur í nýrri stiklu Disney birti í nótt stiklu fyrir þriðju þáttaröð Mandalorian. Einnig var opinberað að þættirnir verða sýndir á Disney Plus þann fyrsta mars. Bíó og sjónvarp 17. janúar 2023 09:45
Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2023 18:31
„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. Innlent 16. janúar 2023 18:11
Kvikmyndastjarnan Gina Lollobrigida er látin Ítalska leikkonan, Gina Lollobrigida,er látin, 95 ára að aldri.Lollobrigida var ein stærsta kvikmyndastjarna sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og var henni oft lýst sem „fegurstu konu í heimi“. Lífið 16. janúar 2023 12:57
„Ég er ekkert að fara að stoppa hérna“ „Í enda dagsins er ég bara ótrúlega stoltur af mér og minni frammistöðu. Mér finnst eins og ég hafi gert mitt besta og ef það er ekki nóg þá er það bara þannig,“ segir Idol keppandinn Birgir Örn Magnússon sem sendur var heim síðasta föstudag. Lífið 16. janúar 2023 12:31
The Wire-leikari látinn Bandaríski leikarinn Al Brown, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í The Wire, er látinn, 83 ára að aldri. Lífið 16. janúar 2023 07:13
The Banshees of Inisherin: Leiðindi í Inisherin Nýjasta kvikmynd Martin McDonaghs, The Banshees of Inisherin, er nú komin í kvikmyndahús. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda (ekki allra samt) líkt og hans fyrri verk. Gagnrýni 15. janúar 2023 12:16
Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. Erlent 13. janúar 2023 22:35
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Spennan magnast í Idol því fyrsta beina útsendingin fer fram í Idolhöllinni í Gufunesi í kvöld. Dómnefndin hefur valið þá átta keppendur sem standa eftir en í kvöld mun þjóðin velja þá sjö keppendur sem komast áfram. Lífið 13. janúar 2023 13:15
Kaleidoscope: Ætlunarverk uppfyllt Netflix frumsýndi á nýársdag spennuþáttaröðina Kaleidoscope. Á flesta vegu er þetta mjög hefðbundið ránsspennudrama. Það sem er þó nýstárlegt við þáttaröðina er að hægt er að horfa á þættina átta í hvaða röð sem er, en Netflix stillir þó síðasta þættinum í framvindunni ávallt upp sem lokaþætti. Gagnrýni 13. janúar 2023 09:30
„Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. Lífið 12. janúar 2023 14:44
Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth sameina krafta sína Áhrifavaldurinn Lil Curly, fjölmiðlakonan og plötusnúðurinn Dóra Júlía og útvarpskonan Kristín Ruth úr Brennslunni munu sjást saman á skjánum í nýjum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína á morgun. Lífið 12. janúar 2023 10:56
Idol keppandi á von á barni Idol keppandinn Saga Matthildur Árnadóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Sigurði Reyni Rúnarssyni. Þessu greindi Saga frá á Instagram á nýársdag. Lífið 11. janúar 2023 16:50
RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. Lífið 11. janúar 2023 12:14
Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. Lífið 11. janúar 2023 12:00
Segist sár eftir að hafa horft á Tár Marin Alsop, hljómsveitarstjóri sem bent hefur verið á að geti að einhverju leyti verið fyrirmynd persónu Cate Blanchett, í kvikmyndinni Tár, segist hafa fengið áfall þegar hún heyrði fyrst af myndinni, skömmu áður en hún kom út. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2023 11:49
„Alltaf verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna“ Tómas Geir Howser Harðarson vann hug og hjörtu landsmanna með tilfinningaríkum fagnaðarlátum í Gettu betur árið 2015 og hlaut viðurnefnið Tilfinninga-Tómas. Lífið 10. janúar 2023 11:34
„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2023 21:38
Óttast að eiga ekki lengur vini út af sönnu sögunum í Villibráð Tyrfingur Tyrfingsson einn handritahöfunda kvikmyndarinnar Villibráð segir að margt sannsögulegt komi fram í myndinni. Lífið 9. janúar 2023 15:45
Berdreymi tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna Kvikmyndin Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna, Robert Prisen 2023. Lífið 9. janúar 2023 09:46
Settist í sófann hjá Jimmy Fallon: „Þetta fer algjörlega í minningabankann“ Thelma Sigurhansdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að setjast í sófa þáttastjórnandans Jimmy Fallon á meðan á auglýsingahléi við upptökur á kvöldþáttunum vinsælu „The Tonight Show with Jimmy Fallon“ stóð í desember síðastliðnum. Hún segir Fallon mikinn karakter en indælan. Bíó og sjónvarp 8. janúar 2023 00:13
Kvikmyndatónlist kvenna sett í sviðsljósið Laugardaginn 14.janúar verður haldinn sérstakur kvikmyndatónlistarviðburður í Bíó Paradís í samstarfi við Feminist Film Festival, Shesaid.so og Anima Productions. Tónlist 7. janúar 2023 11:00
Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun. Tónlist 6. janúar 2023 16:51
Avatar 2 nálgast tvo milljarða Kvikmyndin Avatar: The Way of Water eftir James Cameron halaði inn rúmum einum og hálfum milljarði dala á einungis 22 dögum í kvikmyndahúsum. Það er þrátt fyrir að myndin þyki hafa farið hægt af stað. Avatar hefur tekið fram úr Top Gun: Maverick og situr nú í tíunda sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, án tillits til verðbólgu. Bíó og sjónvarp 6. janúar 2023 11:51
Sér sjálfan sig í öðru ljósi eftir að myndin kom út „Mér skilst að menn hafi orðið mjög hrifnir af mér svo ég fór að líta á mig öðrum augum en áður. Ég hef aldrei haft mikið álit á mér,“ segir Árni Jón Árnason, sem vann hug og hjörtu þjóðarinnar í heimildarmyndinni Velkominn Árni. Lífið 6. janúar 2023 11:31
Leikkona úr Nágrönnum látin Bresk-ástralska leikkonan Joan Sydney, sem lék lengi í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum, er látin, 83 ára að aldri. Lífið 6. janúar 2023 07:37
Stranger Things leikari kominn út úr skápnum Leikarinn Noah Schnapp, einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu Stranger Things er kominn út úr skápnum. Bíó og sjónvarp 6. janúar 2023 00:07
Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villibráð Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. Lífið 5. janúar 2023 11:34