Heldur spennan áfram í leikjum Snæfells og Stjörnunnar? Fyrsti leikur einvígis Snæfells og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Snæfell endaði í 3. sæti og Stjarnan í því sjötta en bæði lið hafa spilað mjög vel eftir áramót. Körfubolti 14. mars 2009 15:15
Vinna Grindvíkingar ÍR-ingar í fjórða sinn í röð? Fyrsti leikur einvígis Grindavíkur og ÍR í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla hefst klukkan 16.00 í Röstinni í Grindavík. Grindavík endaði í 2. sæti en ÍR í því sjöunda líkt og þegar þeir slógu út KR-inga í átta liða úrslitunum í fyrra. Körfubolti 14. mars 2009 14:57
Jón Arnór valinn bestur - Teitur besti þjálfarinn Jón Arnór Stefánsson, leikmaður deildarmeistara KR, var í dag verðlaunaður af Körfuknattleikssambandi Íslands þegar hann var valinn besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar karla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var við sama tækifæri kosinn besti þjálfari seinni hlutans. Körfubolti 12. mars 2009 14:15
KR-ingar fyrstir til að vinna 21 af 22 leikjum KR lyftu deildarmeistarabikarnum í Iceland Express karla í körfubolta í gær eftir 21. sigur sinn á tímabilinu. Vesturbæingar settu nýtt met með því að vinna alla deildarleiki sína nema einn. Körfubolti 9. mars 2009 11:45
Meiðsli setja strik í reikninginn hjá Blikum Nýliðar Breiðabliks verða líklega án tveggja lykilmanna þegar þeir mæta KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni. Körfubolti 8. mars 2009 21:39
Breiðablik lagði Tindastól - Mætir KR í fyrstu umferð Breiðablik vann sigur á Tindastól 84-81 í hörkuleik í Smáranum í dag. Vísir fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu. Körfubolti 8. mars 2009 19:09
Hamarsmenn þurfa að bíða lengur - töpuðu fyrir Val Valur vann topplið 1. deildar karla í körfubolta, Hamar, 82-80, í æsispennandi framlengdum leik í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn komu því í veg fyrir að Hvergerðingar tryggðu sér endanlega sætið í Iceland Express deildinni. Körfubolti 6. mars 2009 22:08
Þoli ekki þegar við erum svona lélegir "Ég var nú frekar rólegur í dag og mér fannst þeir ekki eiga skilið að ég væri að æsa mig við þá," sagði Brynjar Karl þjálfari FSu í kvöld eftir að hans menn töpuðu 107-85 fyrir Grindavík í Iceland Express deildinni. Körfubolti 6. mars 2009 21:34
KR-ingar deildarmeistarar eftir stórsigur KR-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla með 35 stiga sigri á Skallagrími, 62-97 í Borgarnesi í kvöld. KR er búið að vinna 20 af 21 deildarleik sínum á tímabilinu. Körfubolti 6. mars 2009 20:37
Jakob með 18 stig í 1. leikhluta - hálfleikur í leikjunum Það stefnir í örugga sigra KR, Grindavíkur og Keflavíkur í leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta en nú er kominn hálfleikur í leikjunum. Körfubolti 6. mars 2009 19:36
Aðeins tölfræði á milli Hamars og Iceland Express deildarinnar Hamar getur í kvöld endanlega tryggt sér sigur í 1. deild karla og endurheimt um leið sæti sitt í Iceland Express deildinni. Efsta liðið í 1. deildinni fer beint upp en næstu fjögur lið fara síðan í úrslitkeppni um hitt lausa sætið. Körfubolti 6. mars 2009 19:00
Síðasta tækifærið fyrir sigur í Síkinu Tindastólsmenn eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa sjö deildarleikjum í röð og ekki búið að vinna á heimavelli síðan í nóvember. Tindastóll fær Íslandsmeistara Keflavíkur í heimsókn í Síkið í kvöld. Körfubolti 6. mars 2009 18:30
ÍR-ingum létt eftir sigur á Akureyri "Þetta var heldur betur stór sigur," sagði Hreggviður Magnússon, ÍR-ingur, eftir 90-96 sigurinn á Þór á Akureyri í kvöld. Körfubolti 5. mars 2009 22:43
Hrafn: Það er ekkert ómögulegt Hrafn Kristjánsson þjálfari Þórs var brúnaþungur í leikslok eftir 90-96 tap fyrir ÍR á heimvelli í kvöld, en brattur þó fyrir lokaleikinn gegn KR. Körfubolti 5. mars 2009 22:09
Stjarnan vann nauman sigur á Snæfelli Stjarnan vann í kvöld dýrmætan 82-79 sigur á Snæfelli í viðureign liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta. Körfubolti 5. mars 2009 18:55
Sigurður ekki með Snæfelli í Garðabænum Sigurður Þorvaldsson, leikmaður og þjálfari Snæfells, lætur sér nægja þjálfarastarfið í kvöld þegar liðið sækir Stjörnuna heim í Iceland Express deildinni. Körfubolti 5. mars 2009 18:47
ÍR-ingar unnu lykilleikinn á Akureyri Þórsarar eru komnir með annan fótinn niður í 1. deild karla í körfubolta eftir sex stiga tap fyrir ÍR, 90-96 á Akureyri í kvöld. Körfubolti 5. mars 2009 18:39
Löngu ferðalögin henta ÍR-ingum miklu betur ÍR-ingar sækja Þórsara heim í 21. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar eru sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 18 stig og haldi þeir því sæti losna þeir við að mæta KR eða Grindavík í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar. Körfubolti 5. mars 2009 18:00
Þýðir ekkert að tapa fyrir Justin Stjarnan þarf nauðsynlega á sigri að halda í Iceland Express deildinni í kvöld þegar liðið tekur á móti sjóðheitu liði Snæfells. Körfubolti 5. mars 2009 15:15
Sex ár síðan annar bróðirinn vann síðast báða leikina Valur Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga í Iceland Express deild karla, fagnaði í gær sigri á bróður sinum í nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur í Toyota-höllinni í Keflavík. Körfubolti 3. mars 2009 15:56
Mesti bikarmeistarablúsinn í átta ár Bikarmeistarar Stjörnunnar hafa ekki unnið leik í Iceland Express deild karla í körfubolta síðan að þeir lyftu bikarnum í Laugardalshöllinni 15. febrúar síðastliðinn. Körfubolti 3. mars 2009 14:42
Njarðvík vann Keflavík Þrír leikir voru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík tapaði á heimavelli gegn grönnum sínum í Njarðvík 73-83. Njarðvíkingar voru með eins stigs forystu í hálfleik. Körfubolti 2. mars 2009 20:44
Logi leikur ekki með Njarðvíkingum í kvöld Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson missir í kvöld af öðrum leik sínum í röð með liði Njarðvíkur í Iceland Express deildinni þegar liðið sækir granna sína í Keflavík heim. Körfubolti 2. mars 2009 18:42
Njarðvík hefur gengið vel með Keflavík síðustu ár Það verður stórleikur í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld þegar Njarðvíkingar heimsækja nágranna sína í Keflavík í 20. umferð Iceland Express deildar karla. Körfubolti 2. mars 2009 18:15
Stórleikur Brenton Birmingham dugði ekki í Hólminum Grindvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu Snæfell heim í Stykkishólm. Körfubolti 1. mars 2009 21:06
Þrír leikir í körfunni í kvöld Iceland Express-deild karla verður í fullum gangi í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Körfubolti 1. mars 2009 13:45
KR aftur á toppinn Þrír hörkuleikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en KR tókst að endurheimta toppsæti deildarinnar á ný eftir sigur á Njarðvík á útivelli, 115-93. Körfubolti 27. febrúar 2009 21:00
Stjörnumenn hafa aldrei unnið Keflavík - geta breytt því í kvöld Stjarnan hefur unnið alla sex heimaleiki sína undir stjórn Teits Örlygssonar en Stjörnumenn þurfa að endurskrifa sögu félagsins í úrvalsdeild ætli þeir að bæta við þá sigurgöngu. Körfubolti 27. febrúar 2009 18:00
Fjögur lið eiga eftir að vinna heimaleik á nýju ári Fjögur lið í Iceland Express deild karla í körfubolta hafa enn ekki náð að vinna heimaleik á árinu 2009. Körfubolti 27. febrúar 2009 16:30
Sigurður tryggði Snæfelli sigur Sigurður Þorvaldsson tryggði Snæfelli nauman sigur á FSu, 68-67, með körfu á lokasekúndu leiksins á Selfossi í kvöld. Körfubolti 26. febrúar 2009 20:42