„Þú ert bara ekki að dekka neinn“ Keflvíkingar hafa verið í brekku undanfarið í Subway-deildinni og tapað fjórum leikjum í röð. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi ræddu gengi Keflavíkur í þætti vikunnar. Körfubolti 12. mars 2023 11:00
Sjáðu rosalegar lokasekúndur úr leik Grindavíkur og Hattar Grindavík vann eins stigs sigur á Hetti í Subway-deild karla í körfuknattleik í gær en sigurinn var gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Körfubolti 12. mars 2023 08:00
Tilþrif 19. umferðar: Varin skot sem glöddu augað Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason fóru yfir tilþrif vikunnar í 19. umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik. Körfubolti 11. mars 2023 23:01
Viðar: „Helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann“ Hattarmenn voru grátlega nálægt því að vinna frækinn sigur í Grindavík í kvöld í Subway-deild karla en leikurinn réðst á þriggja stiga körfu frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Körfubolti 11. mars 2023 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 87-86 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Dramatíkin var allsráðandi í Grindavík í kvöld þegar heimamenn unnu ótrúlegan 87-86 sigur á Hetti í Subway-deildinni. Þristur frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru eftir tryggði heimamönnum stigin tvö. Körfubolti 11. mars 2023 21:13
„Finnur vill að ég skjóti“ Kristófer Acox, leikmaður Vals, gat leyft sér að brosa eftir 31 stiga stórsigur liðsins á Keflavík í Keflavík, 80-111. Kirstófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á tímabilinu í leiknum. Körfubolti 10. mars 2023 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. Körfubolti 10. mars 2023 22:40
Utan vallar: Hvernig getur félag unnið sex titla í röð og fallið svo fjórum árum síðar? KR féll í gær úr efstu deild í körfubolta og það í miðjum sínum leik. KR hefði fallið með tapi á móti Keflavík í síðustu umferð en vann þann leik. Sigur Stjörnunnar á Blikum í gær þýðir aftur á móti að Íslandsmeistararnir á sex af síðustu níu tímabilum spila ekki lengur í hópi þeirra bestu á næstu leiktíð. Körfubolti 10. mars 2023 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 117-113 | Níu í röð hjá Njarðvík eftir tvíframlengdan spennutrylli Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram í Subway-deildinni í körfuknattleik en liðið vann sigur á Þór frá Þorlákshöfn í tvíframlengdum leik í kvöld. Körfubolti 9. mars 2023 22:45
Pavel: Þetta gerðist full auðveldlega fyrir minn smekk Pavel Ermolinskij var gríðarlega ánægður með sigur lærisveina sinna í Tindastól gegn Haukum í kvöld. Stólarnir voru þar með að vinna sinn fjórða leik í röð. Körfubolti 9. mars 2023 22:36
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. Körfubolti 9. mars 2023 22:06
Lárus: „Þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn“ Það var boðið upp á alvöru naglbít í Njarðvík í kvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi í tvíframlengdum leik gegn Þórsurum í Subway-deild karla. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir hátt spennustig í leiknum. Körfubolti 9. mars 2023 21:16
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Breiðablik 112-97 | Stjarnan vann og felldi KR-inga úr Subway-deildinni KR er fallið úr Subway-deildinni í körfuknattleik eftir 112-97 sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í kvöld. KR á þar með engan möguleika á að ná Stjörnumönnum og verða að bíta í það súra epli að spila í næstefstu deild á næsta ári. Körfubolti 9. mars 2023 21:02
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 84-82 | Fjórði sigur Stólanna í röð sem nálgast sætin sem gefa heimavallarétt Tindastóll vann fjórða leik sinn í röð í Subway-deild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hauka í æsispennandi leik á Sauðárkróki. Körfubolti 9. mars 2023 20:54
Valdi bestu liðin skipuð uppöldum leikmönnum Þrjú félög gætu sett saman mjög öflug fimm mannna lið ef þau fengju að kalla til alla sína uppöldu stráka. Körfubolti 9. mars 2023 16:31
„Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram“ Njarðvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Subway deild karla í körfubolta í vikunni og unnu áttunda deildarsigur sinn í röð á Ásvöllum á mánudagskvöldið. Körfubolti 8. mars 2023 09:00
„Á ég að gera þetta, á ég að gera þetta? Já ég ætla að gera þetta“ Að venju valdi Körfuboltakvöld helstu tilþrif umferðarinnar eftir að 18. umferð í Subway deild karla í körfubolta lauk. Tilþrif umferðarinnar komu að þessu sinni úr Smáranum þar sem Breiðablik og Tindastóll mættust. Körfubolti 7. mars 2023 23:31
„Veigar Áki steig heldur betur upp“ Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því. Körfubolti 7. mars 2023 18:31
Körfuboltakvöld: Hvernig var þetta leyft? Tindastóll sótti sigur í Smárann í síðustu umferð Subway deildar karla þrátt fyrir að hafa lent 21 stigi undir í leiknum. Þar munaði miklu um frábæran stuðning sem liðið fékk á áhorfendapöllunum. Körfubolti 7. mars 2023 10:30
Haukur Helgi: Ég hef saknað þess síðustu tvö ár Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, var stigahæstur Njarðvíkinga með 20 stig í 89-97 sigri þeirra gegn Haukum á Ásvöllum. Liðin mættust í Subway-deild karla. Körfubolti 6. mars 2023 23:16
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 94-87 | Líflína fyrir KR en Keflavík í alvöru þroti KR vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. KR vann með sjö stigum, lokatölur 94-87. Körfubolti 6. mars 2023 22:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 89-97 | Gestirnir búnir að jafna toppliðið að stigum Njarðvík vann góðan 89-97 sigur á Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Sigurinn lyftir Njarðvíkingum upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Körfubolti 6. mars 2023 22:00
Helgi tók út andvökunæturnar um jólin: „Það sem gerist, gerist“ „Ég er glaður, það er gaman að vinna. Mér fannst liðið spila vel í dag sem er ánægjulegt. Við vorum mjög agaðir varnarlega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, aðspurður hver lykillinn að sigrinum gegn Keflavík hefði verið. Með sigrinum heldur KR sér á lífi í Subway-deild karla í körfubolta. Það þarf hins vegar allt að ganga upp til að það gerist. Körfubolti 6. mars 2023 21:45
„Erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð“ „Hvað við vorum ógeðslega lélegir, hvað við erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson aðspurður hvaða hugsanir færu í gegnum höfuðið á sér strax eftir leik. Hjalti er þjálfari Keflavíkur sem tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð. Körfubolti 6. mars 2023 21:30
Grindavík hélt KR á lífi en Keflavík gæti fellt KR-inga í kvöld Tap Stjörnumanna í Grindavík í gærkvöldi þýðir að KR-ingar eru enn ekki fallnir úr Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 6. mars 2023 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 91-87 | Fimmti sigur Þórs Þorlákshafnar í röð Þór Þorlákshöfn vann fjögurra stiga sigur á ÍR 91-87. Þórsarar voru leiðandi en ÍR sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni gaf ekkert eftir. Fjórði leikhluti var stál í stál en Þór hafði betur að lokum og vann sinn fimmta sigur í röð. Körfubolti 5. mars 2023 23:25
Umfjöllun: Grindavík - Stjarnan 99-88 | Grindvíkingar keyrðu yfir Stjörnuna og lyftu sér upp í úrslitakeppnissæti Grindavík lyfti sér upp í sjöunda sæti Subway-deildar karla í körfubolta er liðið vann mikilvægan ellefu stiga sigur gegn Stjörnunni í kvöld, 99-88. Körfubolti 5. mars 2023 23:05
„Ef ég ætti að lýsa leiknum í einu orði þá væri það einbeitingarleysi“ Þór Þorlákshöfn vann fjögurra stiga sigur á ÍR 91-87. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með sigurinn en hefði viljað sjá betri frammistöðu. Sport 5. mars 2023 22:25
„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“ Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur. Körfubolti 5. mars 2023 22:07
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 94-100 | Stólarnir að slíta sig frá Blikum Tindastóll vann mikilvægan sex stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 94-100. Liðin sitja í 5. og 6. sæti Subway-deildarinnar og með sigrinum náðu Stólarnir fjögurra stiga forskoti á Blika. Körfubolti 5. mars 2023 21:14
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti