Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er“

    Lærisveinar Ísaks Wíum í ÍR náðu heldur betur að velgja Keflvíkingum undir uggum í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld en leikurinn var hnífjafn og æsipennandi fyrstu þrjá leikhlutana. Lokaniðurstaðan aftur á móti varð 20 stiga sigur heimamanna sem áttu 4. leikhlutann með húð og hári, lokatölur 108-88.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Um­fjöllun: Höttur - Breiða­blik 91-69 | Blikar frystir á Egils­stöðum

    Höttur hafði tapað fjórum leikum í röð áður en sjóðandi heitt lið Breiðabliks kom í heimsókn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá hvort liðið var í 2. sæti þegar leikurinn hófst en Höttur vann sannfærandi sigur. Það voru -13 gráður úti og hinir sjóðheitu Blikar höndluðu það ekki

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Írsk-bandarískur liðsstyrkur til KR

    KR, sem situr í fallsæti í Subway-deild karla í körfubolta, hefur samið við Brian Fitzpatrick um að leika með liðinu út tímabilið. Þessi 33 ára kraftframherji eða miðherji er fæddur í Bandaríkjunum en er með írskt vegabréf.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ætla ekki að koma með söluræðu“

    Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Höttur 71-62 | Keflavík lengdi taphrinu Hattar

    Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“

    Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“

    Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum.

    Körfubolti