Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Liðið orðið klárt hjá KR-ingum

    KR-ingar eru orðnir fullmannaðir fyrir komandi keppnistímabil í Subway-deild karla í körfubolta, að sögn Helga Más Magnússonar þjálfara liðsins. Síðasti púslbitinn er frá Lettlandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sutt í Vestur­bæinn

    KR hefur samið við Saimon Sutt um að leika með liðinu í Subway deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Um er að ræða fjölhæfan 27 ára gamlan leikmann sem kemur frá Eistlandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sárafáir dæmi til að fá ellefu þúsund krónur

    Útborguð laun dómara fyrir leik í Subway-deildunum í körfubolta eru rétt rúmar ellefu þúsund krónur. Dómarar þurfa meðal annars að mæta á leikstað klukkutíma fyrir leik og starfinu fylgja ýmsar aðrar kvaðir sem ekki er greitt aukalega fyrir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Almar Orri yfirgefur KR

    Almar Orri Atlason, leikmaður KR, hefur yfirgefið Vesturbæinn og mun halda til Bandaríkjanna til að leika með Sunrise Christian Academy skólanum næsta leiktímabil.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Eftirmaður Baldurs fundinn

    Tindastóll, silfurliðs Subway-deildar karla á síðasta tímabili, hefur ráðið nýjan þjálfara. Sá heitir Vladimir Anzulovic og er 44 ára Króati.

    Körfubolti