„Þakklátur að fara héðan með sigur“ KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. Körfubolti 27. mars 2022 21:47
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu Reynslusigur Njarðvíkur í Seljaskóla í kvöld og enn einn leikurinn sem ÍR kastar frá sér í Subway deildinni í körfubolta. Körfubolti 27. mars 2022 21:20
„Leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum“ ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor. Körfubolti 27. mars 2022 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 73-65| Annar tapleikur Hauka eftir bikarmeistaratitil Valur vann toppslaginn gegn Haukum í Subway-deild kvenna 73-65. Þetta var annar leikurinn í röð sem Haukar tapa eftir að hafa unnið VÍS-bikarinn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 27. mars 2022 20:08
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Stjarnan 91-83 | Bikarmeistararnir töpuðu í Ljónagryfjunni Njarðvíkingar tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnnunnar með það markmið að minnka forskot Þórs Þorlákshafnar á toppi Subway-deildar karla og bæta fyrir stóran skell í síðasta leik liðsins í Ljónagryfjunni. Körfubolti 25. mars 2022 23:30
Benedikt: Sýndum mikið hjarta í leiknum Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með átta stiga sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar 91-83. Sport 25. mars 2022 22:25
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík-ÍR 89-86 | Sjáðu flautuþrist EC Matthews sem tryggði Grindavík sætan sigur EC Matthews var hetja Grindavíkur í kvöld en hann tryggði liðinu sigur með flautukörfu gegn ÍR í Subway-deildinni. Von ÍR um sæti í úrslitakeppninni er afar veik eftir tapið. Körfubolti 25. mars 2022 21:00
Friðrik Ingi: Ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld „Þetta var bara villa. Hann er með lítinn skurð á enninu sem blæðir úr þannig að það segir allt sem segja þarf,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari ÍR sem vildi villu í síðustu sókn ÍR í tapleiknum gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 25. mars 2022 20:31
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 101-76 | Stólarnir unnið fimm í röð Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Heimamenn náðu góðum tökum á leiknum í upphafi en gestirnir voru aldrei langt undan og hótuðu endurkomu. Eftir að Keflavík kom muninum niður í 3 stig í þriðja leikhluta skildu leiðir og Tindastóll sigraði að lokum. Lokatölur 101-76. Körfubolti 24. mars 2022 23:59
„Ætlum að reyna að vinna rest og sjá hvað gerist“ Tindastóll vann mikilvægan sigur á löskuðu liði Keflavík í kvöld. Lokatölur 101-76. Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik og endaði með 35 stig, átta fráköst, sjö stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Af þessum 35 stigum komu 30 fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem Arnar setti niður tíu af 18 skotum. Körfubolti 24. mars 2022 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. Körfubolti 24. mars 2022 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Ak 129-84 | Skyldusigur hjá heimamönnum Valur átti ekki í miklum vandræðum með að næla sér í tvö stig þegar liðið fékk Þór Akureyri í heimsókn í Origo-höllina að Hlíðarenda í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 24. mars 2022 21:36
„Þeir gripu gæsina og gerðu það sem þeir gera best“ Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra háðu í kvöld lokabaráttu sína um að halda sæti sínu í Subway-deildinni að ári. Með sigri í kvöld hefði liðið ennþá átt tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi og sást það á leik þeirra framan af að það var allt undir. Í lokaleikhlutanum tóku heimamenn þó öll völd á vellinum, og vildi Pétur meina að hans menn hefðu einfaldlega klárað allt sem þeir áttu á tanknum í fyrstu þremur leikhlutunum Körfubolti 24. mars 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þorl. 84-100| Áttundi deildarsigur Þórs Þorlákshafnar í röð Þór Þorlákshöfn hristi af sér svekkjandi tap í bikarúrslitunum með góðum sigri á KR í Vesturbænum 84-100. Þetta var áttundi sigur Þórs Þorlákshafnar í röð í Subway-deildinni og er Þór í efsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Körfubolti 24. mars 2022 20:53
„Varnarleikurinn í seinni hálfleik ekki til fyrirmyndar“ KR tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn á heimavelli með 16 stigum 84-100. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var svekktur með tap kvöldsins. Sport 24. mars 2022 20:25
Bikarmeistarasystkinin vita að þögnin hjá pabba segir svo mikið Systkinin Lovísa Björt Henningsdóttir og Hilmar Smári Henningsson urðu bæði bikarmeistarar um helgina þegar Haukar og Stjarnan tryggðu sér sigur í VÍS-bikarnum. Körfubolti 23. mars 2022 09:30
Tveggja ára bið eftir launum: „Auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin“ Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson bíður enn þolinmóður eftir því að fá laun sín greidd frá því að hann var leikmaður ÍR keppnistímabilið 2019-20. Launadeila hans við ÍR fer fyrir Hæstarétt. Körfubolti 23. mars 2022 08:30
Mál Sigurðar og ÍR alla leið í Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni körfuknattleiksdeildar ÍR um að áfrýja dómi Landsréttar í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem dæmdar höfðu verið tæplega tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. Körfubolti 22. mars 2022 12:31
Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra. Körfubolti 22. mars 2022 07:00
Benedikt: Liðin tíð að eltast við auðveldari viðureign í úrslitakeppnini Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið ánægður með 33 stiga sigur á Vestra í kvöld, 82-115. Benedikt hafði áður kallað eftir því að hans menn myndu svara fyrir stórt tap liðsins gegn KR í síðasta leik. Körfubolti 21. mars 2022 23:30
Njarðvík sótti stigin tvö fyrir Vestan Njarðvíkingar unnu öruggan 33 stiga sigur á Vestra á Ísafirði í eina leik kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta, 82-115. Körfubolti 21. mars 2022 21:44
„Eina sem við erum búnar að horfa á er bikarinn“ Blikar eru í dauðafæri á að komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins. Breiðablik mætir 1. deildarliði Snæfells í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í dag. Körfubolti 17. mars 2022 13:30
„Ef maður fær galopið skot í horninu í jöfnum leik lætur maður það fljúga“ Davíð Arnar Ágústsson setti niður tvö stór skot undir lokin þegar Þór Þ. vann Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög jafn en Þórsarar höfðu sigur á endanum. Körfubolti 16. mars 2022 22:50
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þór Þ. - Valur 90-85 | Þórsarar sterkari á svellinu undir lokin Íslandsmeistarar Þórs Þ. eru komnir í úrslit VÍS-bikars karla eftir sigur á Val, 90-85, í Smáranum í kvöld. Þórsarar mæta Stjörnumönnum í úrslitaleiknum á laugardaginn. Körfubolti 16. mars 2022 22:45
Umfjöllun, viðtal og myndir: Stjarnan - Keflavík 95-93 | Stjarnan í bikarúrslit fjórða skiptið í röð eftir framlengdan leik Stjarnan vann tveggja stiga sigur á Keflavík 95-93 í spennutrylli þar sem úrslitin réðust á loka sekúndunum í framlengingu. Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Stjarnan kemst í bikarúrslit. Körfubolti 16. mars 2022 20:26
„Mætum vel gíraðir og vonandi með alla Höfnina með okkur“ „Okkur langar í þennan. Hinn kom í fyrra og núna er vonandi kominn tími á þennan,“ sagði Ragnar Örn Bragason um bikarmeistaratitilinn sem er mögulega í boði fyrir Íslandsmeistara Þórs Þorlákshöfn ef þeir vinna Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í dag. Körfubolti 16. mars 2022 15:31
„Væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn“ Kristófer Acox segir spennandi fyrir Valsmenn að vera loksins komnir í baráttu um stóra titla. Valur mætir Íslandsmeisturum Þórs Þ. í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. Körfubolti 16. mars 2022 14:31
„Líður eins og liðið sé á mikilli uppleið“ Arnþór Freyr Guðmundsson og félagar í Stjörnuliðinu mæta Keflavík í dag í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta. Körfubolti 16. mars 2022 13:31
„Það er alltaf hungur í Keflavík að fá titla í hús“ Valur Orri Valsson og félagar í Keflavíkurliðinu mæta Stjörnunni í dag í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta. Körfubolti 16. mars 2022 12:31
KR er kryptonít Benna Gum: Þrettán töp í síðustu fjórtán leikjum Njarðvíkingar steinlágu á móti KR-ingum á heimavelli í gærkvöldi og gáfu um leið Þorlákshafnar Þórsurum frumkvæðið í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Körfubolti 15. mars 2022 10:40