Lögreglan kórónaði ömurlegan dag hjá Kane Grindvíkingurinn DeAndre Kane átti mjög erfiðan dag í gær. Fyrst gat hann ekkert í leik Vals og Grindavíkur og svo var hann stöðvaður af lögreglunni. Körfubolti 24. maí 2024 13:30
„Við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir“ Kristófer Acox sýndi frábæra frammistöðu í öruggum sigri Vals gegn Grindavík í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og var valinn PlayAir leiksins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Körfubolti 24. maí 2024 11:30
Rúnar Ingi og Einar Árni staðfestir sem þjálfarar Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Einar Árni Jóhannsson tekur við störfum Rúnars með kvennaliðið. Körfubolti 24. maí 2024 10:25
„Sterkasta Subway deild frá upphafi“ ÍR tryggði sér á dögunum farseðil í deildina á næstu leiktíð og fer ásamt KR upp. Þjálfari ÍR-inga segir stefna í eina sterkustu Subway deild í manna minnum. Körfubolti 24. maí 2024 10:01
Enginn skotið eins mikið án þess að hitta: „Kane fékk bara galopna þrista, galopna“ DeAndre Kane sló í gærkvöldi afar óeftirsótt met sem var áður í eigu Teits Örlygssonar. Körfubolti 24. maí 2024 09:31
„Þeir bara börðu okkur út úr þessu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni. Körfubolti 23. maí 2024 22:17
„Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“ Frank Aron Booker lék við hvurn sinn fingur í kvöld þegar Valsmenn lögðu Grindvíkinga örugglega í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu Subway-deildar karla. Frank skoraði 20 stig og bætti við sjö fráköstum og tveimur stolnum boltum. Körfubolti 23. maí 2024 21:45
Íslenskur körfubolti áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Sýn hf. og Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning sem tryggir að íslenskur körfubolti verður áfram í hávegum hafður á Stöð 2 Sport og öðrum miðlum Sýnar hf. Samningurinn tekur gildi að loknu núverandi keppnistímabili og er til næstu fimm ára. Körfubolti 23. maí 2024 19:11
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 80-62 | Sannfærandi sigur Valsmanna Valsmenn tóku á móti Grindvíkingum á Hlíðarenda í kvöld en fyrir leikinn var úrslitaeinvígið í járnum, bæði lið búin að vinna einn leik og ljóst að sigurvegari kvöldsins yrði aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Körfubolti 23. maí 2024 18:31
Geks áfram með Stólunum: Frábær skotmaður og frábær náungi Tindastólsliðið er byrjað að setja saman leikmannahóp sinn fyrir næsta tímabil í Subway deild karla í körfubolta en núna eru aðeins nokkrir dagar í það að þeir geti ekki lengur kallað sig ríkjandi Íslandsmeistara. Körfubolti 23. maí 2024 17:31
Óhræddur við Kane: „Ég er ekki mikið fyrir að tala yfir mig“ Kári Jónsson kveðst ánægður að vera kominn aftur út á gólfið eftir löng meiðsli. Kári og félagar hans í Val mæta Grindavík í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Kári segist ekki vera smeykur við Grindvíkinginn DeAndre Kane. Körfubolti 23. maí 2024 15:02
Kane aðeins fjórum stigum frá mögnuðu meti Rondey Robinson Grindvíkingurinn Deandre Kane hefur skorað 72 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 21. maí 2024 14:01
„Mér finnst ég vera besti leikmaðurinn á Íslandi“ DeAndre Kane átti stórkostlegan leik þegar Grindavík jafnaði Val í úrslitaeinvígi Subway deildar karla. Hann telur sjálfan sig vera besta leikmann deildarinnar og hefur fulla trú á því að Grindavík verði Íslandsmeistari með hann innanborðs. Körfubolti 21. maí 2024 08:01
„Eins og Svali segir: Móðir allra íþrótta“ Grindavík sóttu sterkan sigur gegn Val í öðrum leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla í körfubolta, 93-89, og jöfnuðu einvígið. Körfubolti 20. maí 2024 21:55
„Spilum eins og það sé enginn morgundagur“ Daniel Mortensen setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leik Grindavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Staðan þá var jöfn 89-89 en karfan frá Mortensen svo gott sem tryggði sigur Grindavíkur sem hefur nú jafnað metin í einvíginu. Daninn var því eðlilega kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. Körfubolti 20. maí 2024 21:35
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík-Valur 93-89 | Gulir jöfnuðu metin Grindavík jafnaði metin í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta þökk sé ótrúlegum fjórða leikhluta gegn Val. Framan af leik stefndi allt í að Valur væri að komast 2-0 yfir í einvíginu en gulklæddir Grindvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Staðan í einvíginu því jöfn 1-1 fyrir næsta leik liðanna sem fram fer á Hlíðarenda á föstudag. Körfubolti 20. maí 2024 21:20
„Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér“ Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík eru 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í öðrum leiknum sem fram fer í Smáranum í kvöld. Körfubolti 20. maí 2024 13:18
Keflavík er 10-0 á móti Njarðvík í körfunni í vetur Keflavíkurliðin hafa unnið alla tíu leiki sína á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík á þessu tímabili í körfuboltanum. Körfubolti 20. maí 2024 12:00
Jóhann: Brotnuðum auðveldlega Þjálfari Grindvíkinga þótti sínir menn slakir og var það varnarfærslurnar sem voru ekki góðar þegar hans menn lutu í gras fyrir Val í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 89-79 og Grindvíkingar þurfa að kvitta fyrir frammistöðuna í næsta leik. Körfubolti 17. maí 2024 22:14
Kristinn: Varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim. Körfubolti 17. maí 2024 21:26
Valsmenn endurheimta Kára á besta tíma Deildarmeisturum Vals hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur fyrir úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst nú í kvöld. Kári Jónsson, sem hefur verið meiddur undanfarna mánuði, er snúinn aftur í leikmannahóp liðsins. Körfubolti 17. maí 2024 18:37
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 89-79 | Valsmenn leiða í baráttunni um titilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. Körfubolti 17. maí 2024 18:30
92 prósent sigurvegara leiks eitt frá árinu 2011 hafa orðið Íslandsmeistarar Hversu mikilvægur er fyrsti leikur Vals og Grindavíkur í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta í kvöld? Ef við skoðum síðustu tólf lokaúrslit þá er mikilvægið gríðarlegt. Körfubolti 17. maí 2024 14:40
„Það helltust yfir mann bara alls konar tilfinningar“ Kristófer Acox er mættur í sín sjöttu lokaúrslit á síðustu sjö árum. Úrslitaeinvígið á móti Grindavík hefst á Hlíðarenda í kvöld en Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliða Valsmanna um komandi einvígi. Körfubolti 17. maí 2024 14:19
Rúnar Ingi skiptir um stól í Njarðvík Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur verður næsti þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Þetta herma heimildir Vísis og sömuleiðis bendir margt til þess að Einar Árni Jóhannsson taka við kvennaliði Njarðvíkur af Rúnari Inga. Körfubolti 15. maí 2024 11:59
Óbein yfirlýsing frá DeAndre Kane Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið. Körfubolti 14. maí 2024 23:50
Benedikt Guðmundsson hættur með Njarðvík: Ofboðslega þakklátur Þjálfari Njarðvíkinga var að sjálfsögðu súr í bragði þegar hann talaði við Andra Má Eggertsson skömmu eftir leik. Hann mun ekki halda áfram með Njarðvík eftir tímabilið. Körfubolti 14. maí 2024 23:03
„Rosalega mikilvægt fyrir okkur og samfélagið í Grindavík“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í Kópavogi í kvöld og sáu sína menn valta yfir granna sína úr Keflavík, 112-63. Grindvíkingar því komnir í úrslit Subway-deildar karla sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í Grindavík. Körfubolti 14. maí 2024 22:53
„Þeir hittu bara ógeðslega vel og við áttum bara engin svör“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir stórt tap gegn Grindavík í kvöld og að liðið hafi náð að koma einvíginu í fimm leiki án þeirra besta leikmanns. Körfubolti 14. maí 2024 22:29
Kristófer Acox: „Fokkin passion“ Kristófer Acox var skiljanlega mjög sáttur það að vera kominn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Hann átti svakalegt sóknarfráköst í lok leiksins sem hafði mikil áhrif í því að Valur vann á endanum þriggja stiga sigur, 85-82, eftir að gestirnir virtust með unninn leik í höndunum í 4. leikhluta. Körfubolti 14. maí 2024 22:22
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti