
Sigurganga Hamarskvenna heldur áfram - þrettándi sigurinn í röð
Kvennalið Hamars hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld með því að vinna öruggan 26 siga sigur í Njarðvík. Haukakonur tryggðu sér endalega sæti í A-deild þrátt fyrir tap í Stykkishólmi og KR vann fimm stiga sigur á Fjölni í Grafarvogi.